23.7.2008 | 20:14
Halló heimur, ég er komin aftur!
Ég var á námskeiði alla síðustu viku í grasa-og steiner lækningum og var algerlega orkulaus í lok dags. Þetta var samt rosalega skemmtilegt og ég lærði rosalega mikið. Öll kvöld voru svo upptekin með einhverskonar uppákomum og svo tók vinnan við strax á eftir. Ég biðst því innilega afsökunar að hafa ekkert verið í sambandi, hvorki hér á blogginu mínu né með tölvupóstum.
En allavega, það er ekki amarlegt að sitja undir svona yndislegum rósum og drekka teið sitt í sólinni eins og ég geri daglega.
Í fyrradag var ég að þrífa sturtubotn þegar járnstöngin sem hélt sturtuhenginu uppi datt ofan á hausinn á mér. Ég varð ansi vönkuð og rugluð en er algerlega búin að ná mér með hjálp góðra hómópatalyfja og góðs fólks í kringum mig. Svo nokkrum dögum fyrr flaug fugl Á gluggann hjá mér. Ég var nývöknuð og enn í rúminu og það var eins og fótbolti hafði lent á rúðuni. Fuglinn lifði þetta af, ég allavega fann hann ekki undir glugganum, ótrúlegt samt því það er far eftir hann á rúðunni... greyið.
Það er rosalega mikið að gera þessa viku hérna og mikið af börnum sem er mjög gaman. 'i dag byrjaði ég í 3ja daga fríi sem ég ætla sko að njóta því ég er orðin ansi þreytt. Á þriðja frídegi er mér samt oftast farið að leiðast því það er lang skemmtilegast að vera á fullu með öllum hinum.
Í dag fór ég í stórmarkað og þar voru fleiri fleiri hillur með glútenlausum vörum...þvílíkur munur!! Reyndar er 99% frekar óhollt, fullt af sykri og allt það, en það er allavega úrval sem mér finnst skipta miklu máli. Það litla sem til er heima á Íslandi er oftast verra á bragðið en umbúðirnar sem vörurnar koma í en hér er það ekki svo, allavega ekki það sem ég hef prófað. Ég fæ alveg ekta keks og alles, voða lúxus í gangi hjá mér svona stundum allavega. Annars er ég á einhverju jarðarberja flippi þessa dagana enda er jarðarberja tíminn núna og þau lífrænu eru bara himnesk ég get ekki annað sagt. Hef borðað ansi marga pakka undanfarna viku...hummm humm förum ekkert nánar út í það.
jæja, nóg í bili, ég lofa að láta ekki líða svona langt þangað til ég skrifa næst
kveðja
Hrönnsa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.