17.9.2008 | 19:02
Komin heim
Ykkar yndislegust er komin heim. Ég er búin að vera að reyna að setja inn myndir í nokkra daga en það er bara ekki að ganga svo það verður bara að hafa það.
Sumarið var yndislegt, erfitt oft á tíðum en ég lærði helling og þroskaðist mikið. Kynntist yndislegu fólki og lærði að meta lífið á nýjan hátt.
Ég þurfti svolítið þennann tíma fyrir sjálfa mig og þessvegna hef ég lítið skrifað hér sem og var í frekar litlu sambandi við fólkið mitt heima. Vitiði stundum er það bara allt í lagi að fara inn í sinn heim og vera ekki alltaf í bandi. Þannig var það bara.
Í dag er akkurat vika síðan ég kom heim og ég er eiginlega búin að vera pirruð síðan ég steig á íslenska jörðu á ný. Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara þessa dagana. Eina sem ég veit er að ég er búin með minn tíma í bili hér á íslandi og kominn tími til að halda út í heim á nýjan leik. Hvert það verður er svo aftur stóra spurningin.
Knús
H
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.