Hugleiðingar

Sit á gólfinu og hlusta á nýja diskinn hennar Emelíönu Torrini.  Átti góðan dag.

Mér var gefinn hellingur af dóti til að selja í kolaportinu.  Nágrannarnir mínir skilja ekkert í mér...bíddu.. ertu ekki að flytja út? Jú ég er að flytja út en bara núna í dag er ég að flytja dót inn.  hmnnn..

Núna er íbúðinni skipt niður í svæði.  Dót frá öðrum á leið í koló, dót frá mér á leið í koló, dót sem ég ætla að senda út til danmerkur og dót sem er að fara í geymslu.  Skipulagt kaos... algerlega.

Fékk í magann í morgun.  Held ég hafi ofgert mér á nýja skyr-drykknum.  Bara svo þægilegt þegar maður er að pakka.  Borða á hlaupum.

Fór í gegnum allt mósaik efnið mitt í gær og braut og braut og braut niður.  Afgangurinn fór í sorpu.  Er með einn kassa með postulíni sem ég er að nota.  Skrítið að láta þetta frá mér, var erfitt að koma mér þessu upp.  Það er ansi mikið efni sem fór.

Mikið er þetta yndislegur diskur....

knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband