Góðir dagar

Mér líður ótrúlega vel þessa dagana.  Mikill léttir að hafa loks tekið ákvörðun og ég hlakka mikið til að komast til hennar Magneu minnar og finna mér nýjan farveg í lífinu.

Ég er á fullu að pakka.  Ég fór með mömmu 5 ferðir í gær a ná í kassa og það gengur ansi vel að fylla þá.

Í miðjum klíðum fékk ég snilldar mósaik hugmynd.  Þegar svoleiðis gerist er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar, taka fram töngina og hefjast handa.  Svo ég sat á gólfinu á milli kassanna og mósaikaði.  Ég kláraði í morgun og er rosalega ánægð með árangurinn.  Árangurinn er semsagt glerbikar sem ég hef átt ansi lengi og er loksins orðinn sætur og fínn.  Á bara eftir að fúga, geri það á morgun.

Ég er rosalega ánægð með KEA skyr.  Eruð þið búin að smakka nýja drykkjarskyrið þeirra sem er sætt með agave-sýrópi??  Mjög gott og frábært framtak fyrir þá sem vilja ekki sykur eða sætuefni í mjólkurvörurnar sínar.

Og svo er Á Næstu Grösum búið að opna í kringlunni.  Loksins er hægt að fá grænmetis mat í kringlunni sem er hið besta mál.

Góðir tímar framundan gott fólk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krossa putta og vona að þú seljir nógu mikið svo þú eigir fyrir flugfarinu hingað og fyrir hjóli :)

Magnea sis (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband