6.10.2008 | 20:24
smá pælingar
Það eru tvær setningar sem hafa glumið í hausnum mínum í dag á meðan ég er að pakka saman dótinu mínu.
Sú fyrri er: ,,þér er ekki unnt að safna öllum þeim fögru skeljum sem þú sérð á ströndinni. Þú getur aðeins safnað fáeinum, og þær eru fegurri vegna þess að þær eru fáar.´´
Hin er: ,,ef þú ert ekki ánægður með það sem þú hefur, hví skyldir þú vera sælli með meira?´´
Jú jú, mjög djúpt allt saman en samt ótrúlega mikið til í þessu, sérstaklega þegar maður er að fara í gegnum fullt af dóti og við hvern hlut spyr ég mig ,,þarf ég þetta´´ eða ,,vil ég þetta´´....
Gengur vel samt allt saman...
pönnslan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.