Hún er komin

DSC03734Loksins er hún komin.  Ég var búin að bíða í heilt   ár eftir þessari bók og var fljót að lesa hana eftir að hún kom til mín (amazon rúlar) enda lagði ég hana ekki frá mér.  Hún stóð algerlega undir væntingum mínum.  Núna þarf ég bara að bíða í ár eftir næstu bók.  Picoult gefur alltaf út nýja bók í mars á hverju ári og spennan er mikil enda ótrúlega góður höfundur hér á ferð.  Þetta er 13 bókin sem ég les eftir hana en það er sjaldgæft að ég lesi svo margar bækur eftir sama höfund.

Þessi bók fjallar um litla stelpu sem er haldin sjúkdómi sem veldur því að beinin hennar brotna mjög auðveldlega en foreldrar hennar fara í mál við ljósmóðurina sem sá um eftirlit á meðgöngunni en hún greindi ekki sjúkdóminn fyrr en of seint var liðið á meðgönguna til að hægt væri að eyða fóstrinu.  Miklar móralskar pælingar í gangi í þessari bók en mjög gott að spyrja sig þessara spurninga. 

Ég byrjaði á því í janúar á þessu ári að skrifa niður þær bækur sem ég les því mig langar að sjá í lok árs hvað ég les í raun mikið eða lítið því oftast man ég þetta ekki.  Ég get allavega ómögulega munað hvaða bók ég var til dæmis að lesa í október í fyrra.  Ég er semsagt búin að lesa 7 skáldsögur það sem af er ári og tel það bara nokkuð gott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband