Kviss bass búin...

DSC03774Ég ætlaði ekki að hverfa... í alvöru... og bið ég mína tvo föstu lesendur innilega afsökunar.

Síðustu viku hef ég verið á haus við að klára fjallið góða.  Þetta er nærmynd, það er um 90 cm langt en ég gleymdi að mæla hæðina í æsingnum í að senda þetta út.  Ég endaði semsagt á því að sauma himinn og fjall og prjóna hraunið fyrir framan og nota tölur svona aðeins til að gefa því smá meiri karakter.  Myndin hefði einfaldlega ekki gengið upp ef hraunið hefði líka verið í bútum, þessvegna er það einfaldað svona mikið og prjónað í lopa.   Ég tek fyrir að prjóna úr lopa, leiðinlegt hráefni til að hafa í höndunum.  En það er jú bara mín skoðun.  Ég sat nú samt til hálf tvö eina nóttina og prjónaði. 

Ég setti í póst á miðvikudaginn og var í hálfgerðu losti þann daginn.  Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera eða hvað ég átti að taka til bragðs.  En nú hef ég jafnað mig og er tekin til við að leggja lokahönd á sæta gula peysu.  Klára hana vonandi núna um helgina.

eigið góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg myndin þín!  Mér finnst hraunið koma mjög vel út prjónað.

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

Takk fyrir það mín kæra :)  Ég fékk upp síðuna þína hjá mömmu þinni og finnst hún mjög flott.  Hlakka til að sjá framhaldið.

Hrönn Magnúsar, 5.4.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband