Páskar

DSC03815Ég bjó ekki til páskaegg þetta árið en í staðinn saumaði ég páskakanínu.  Ég er nú bara nokkuð ánægð að vera komin með hana í fjölskylduna, hún á örugglega eftir að gera einhverja skandala, stríða kettinum og hver veit hvað hún mun taka upp á.  Það kemur allt í ljós.

Ég er að hugsa um að sauma einhverjar fleiri fígúrur því þetta var svo rosalega gaman.  Og hvað er skemmtilegra en að fá að klæða kanínu í fötin sín? ekki margt skal ég segja ykkur.. nema kannski að búa þau til sem var nokkuð gaman.  Sé alveg fyrir mér fullbúinn fataskáp fyrir hana.  Það verður svo gaman hjá okkur.

Svo er ég komin með garn í nýja peysu sem ég ætla að dunda mér yfir á næstunni.  Gula peysan sem ég var að prjóna er tilbúin, einmitt fínt svona fyrir páskana, liturinn er allavega alveg fullkominn (peysan reyndar líka :))

Gleðilega páska dúllurnar mínar og hafið það sem allra best yfir páskana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband