20.9.2009 | 08:18
appelsínugula peysan
Ég áttaði mig á því í gær þegar ég var að fara í gegnum myndirnar hér á blogginu að ég átti eftir að setja inn mynd af appelsínugulu peysunni kláraðri. Ég er með svo mikið af myndum af henni á prjónunum að ég bara varð að koma með mynd af henni kláraðri....ég semsagt kláraði hana :) En hún er aðeins of lítil svo ég hef ekkert notað hana sem er algjör synd þar sem svo mikil vinna liggur í henni og mér finnst hún svo falleg. Samt gerði ég prjónfestu og alles. En jæja, svona er þetta bara. Kannski einhverntíman mun ég passa í hana, þangað til er hún inni í skáp og ég get dáðst að henni.
Tölurnar eru bara krúttlegar. Ég fékk þær í Storkinum. Garnið í peysunni er cotton 4 ply og liturinn alveg æði, svo fallega appelsínugulur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.