Nokkrar myndir úr íbúðinni minni

DSC04629Íbúðin mín er alltaf meira og meira að líkjast heimili og mér er alltaf að líða betur og betur hérna.  Í dag tók ég upp úr ca 10 kössum, hengdi upp myndir og gerði aðeins meira huggó hjá mér.  (í staðinn fyrir að læra :)

Þetta er semsagt horn í svefnherberginu mínu.  Ótrúlegt en satt að þá komst græni álskápurinn heill út til mín.  Ég reyndar pakkaði honum alveg extra vel inn í umbúðir en hann semsagt er heill og ég er alltaf jafn glöð með hann.   Hann hýsir dvd safn heimilisins eins og hann gerði reyndar áður.   Svo er þarna mynd sem ég gerði til minningar um Þórð frænda og svo er hin myndin eftir Fjólu vinkonu.  Báðar myndirnar þykir mér mjög vænt um og vil hafa nálægt mér.

 

 

DSC04632Þetta er svo svefnherbergisglugginn minn sem gegnir líka hlutverki náttborðs.  Þarna er líka lampi sem sést ekki á myndinni.  Og að sjálfsögðu friðarlilja því það er svo gott að hafa þær í svefnherbergjum.  Og svo er þarna steinasafnið mitt.  Þetta eru svona þeir steinar sem hafa ratað til mín og hafa allir sína sögu á bakvið sig og ástæðu fyrir veru sinni akkurat þar sem þeir eru.  Ég er meira að segja með steingerfing sem mér áskotnaðist í Englandi í fyrra.  Myndin er að börnum bróður míns og það er gott að hafa þau þarna hjá mér þegar ég fer að sofa.

 DSC04640                                                         Þetta er stofuglugginn minn.  Ég er svo heppin að hafa hornglugga og hægt er að opna þá báða alveg eða bara til hálfs.  Fyrir utan er stórt hringtorg sem er fallega upplýst á kvöldin.  Ég man ekki hvað þetta blóm heitir en ég hef átt svona plöntu áður nema hvað þessi bara vex og vex.  Ég held að hún sé orðin meira en helmingi þykkari en þegar ég keypti hana, sem var nokkrum dögum eftir að ég kom til Danmerkur.  Það er óskaplega notarlegt að sitja þarna á morgnana og borða morgunmatinn.

 

 

 

 

 

DSC04645Hér er svo eldhúsið.  Þarna er svona það sem ég nota allra mest.  Hinum megin við eldavélina er jafnstórt svæði svo vinnuplássið hér er ekki mikið en einhvernveginn gengur þetta upp.  Rafnagnspannan kemur sér vel núna því ég get jú haft hana hvar sem ér.  Svo er ég með 2 eldhússkápa og einn kryddskáp og eina skúffu.  Ég fékk nú smá sjokk þegar ég sá eldhúsið fyrst, eldhúskonan ég með allar mínar græjur og dót.  En það var bara ekki um annað að ræða en að taka það sem er mest notað og pakka hinu í kassa og setja í geymsluna.   Einhverntíman seinna verð ég með betra eldhús en þetta dugar alveg og vel það í bili.

DSC04647Hér er svo eldhúsglugginn.  Ég er reyndar ekki með svo mikið af blómum.  Ekki miðað við það sem ég var með áður allavega.  Þarna út um gluggann sjáið þið hringtorgið sem er framan við húsið.  Þetta bláa lýsist upp á kvöldin og er mjög fallegt.  Byggingin á bak við það er sundlaugin.

 

 

 

 

 

 

DSC04641Jæja hér kemur svo aðalmyndin.  Í augnablikinu á ég bara eitt borð og hér gerist allt.  Hér er saumavélin og hér er eini staðurinn þar sem er nettenging, hér læri ég og hér borða ég.  Þetta er svona aðalstaðurinn í augnablikinu.  Ég stunda markaðinn góða í leit að öðru borði þar sem ég ætla að koma mér upp saumaaðstöðu en þangað til verður þetta bara að duga enda er þetta alveg í góðu lagi.  Á gínunni er pilsið sem ég var að hanna og sauma (plús undirpils).  Gínan er í hálfri stærð.  Meira um það síðar.

Þá hafið þið smá nasasjón af heimilinu mínu þessa stundina.  En það er enn dót í kössum og þetta er ekki alveg orðið eins og ég vil hafa það en þetta er alveg að koma.  Best að snúa sér að lærdómnum núna.

knús á ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband