ný peysa

DSC04780jæja þá er fyrsta peysan sem ég hanna sjálf og prjóna tilbúin.  Þetta er búinn að vera mjög svo lærdómsríkur prósess en allt lukkaðist í lokin.  Ég prjónaði 6 metra af blúndu sem ég svo saumaði á.  Peysan er þæfð í þvottavél og er því prjónuð mjög stór.  Hún passar akkurat á mig nema ermarnar eru 3 cm of langar vegna þess að ég reiknaði þær vitlaust út. 

Að sjálfsögðu er hún vel bleik, bjóst einhver við öðru :) 

Ég kláraði ritgerðina sama morgun og átti að skila henni, ekkert rosalega sniðugt en ég er bara manneskja sem gerir allt undir pressu.

Er annars að drukkna í verkefnum en þetta er svo gaman að það skiptir engu.  Núna erum við búin í vélprjóni í bili og komin í handprjón og hekl.  Við erum að gera svokallað freeform prjón sem mér líst mjög vel á og eitthvað skemmtilegt á eftir að koma út úr því.

 


ný eldhúsmotta

DSC04723Mikið sem ég sakna uppþvottavélarinnar minnar.  Ég er ekki svo heppin að hafa eina slíka hér í Danmörku, enda veit ég ekki hvar hún ætti að komast fyrir í pínku-ponsu eldhúsinu mínu.  En ég var orðin þreytt á að vera alltaf að þurrka vatnið sem kemur undir diskastandinn og varð að finna lausn.  Ég hefði auðvitað getað farið út og keypt bakka eeennn það er ekkert gaman plús dýrt.  Svo sá ég þetta hér vissi ég að lausnin var fundin. 

Það eina sem ég þurfti að gera var að fara út í genbrug og finna gamalt handklæði og svo notaði ég efni sem ég átti fyrir restina.  Kostnaður við mottuna var því 5 kr danskar sem er nokkuð gott held ég bara.  Nú á ég bara eftir að gera mottu á baðið og svo aðra á eldhúsgólfið og þá er ég góð.

Ég er komin í 10 daga vetrarfrí og ætla að njóta þess eins og ég get.  Þarf reyndar að prjóna eitt stykki peysu á prjónavélina (er komin með lykla að skólanum) svo ég verð mikið uppi í skóla en samt gott að fá smá frí inn á milli.  Er að ná mér upp úr flensu sem ég held að hafi nú komið fyrst og fremst vegna þess hvað það er kallt hérna inni hjá mér.  Enda örugglega með því að kaupa rafmagnsofn.

En nóg í bili, farið vel með ykkur kæru vinir.

Hrönnslan


Garnið okkar komið

DSC04628Já við fengum garnið okkar sem við pöntuðum frá skotlandi, heilt tonn í allt!!  Það var alveg eins og jólin að opna alla kassana og sjá litina og gleðina.   Og ég átti bara eina rúllu af öllu þessu og svo deildi ég einni með annarri konu.  Á hverri rúllu er eitt kíló af ull (eða blanda af bómul og ull en ég hélt mig við ullina).  Svo var ein rúlla í afgang og ég keypti hana líka og ætla að handprjóna mér peysu úr henni en er að vélprjóna peysu úr hinni rúllunni.

 

 

 

DSC04624Allt á fullu að taka upp úr kössunum, svooo gaman.

Ástæðan fyrir því að garnið var pantað er að verkefnið okkar í vélprjóni er að hanna og prjóna peysu.  Peysan mín gengur bara nokkuð vel, hún er í rómantískum stíl og bleik að lit.  Það verður gaman að sjá hvort hún á eftir að koma út eins og hún er í höfðinu á mér en ég vona það.  Ég hef aldrei hannað peysu sjálf áður svo þetta er verulega spennandi og gaman.  Í gær fór ég upp í skóla og prjónaði næstum 6 metra á vélina en þá festist hún og ég gat ekki losað hana og þurfti að fara heim.  Svona er þetta þegar maður er að læra nýja hluti.  En í lok október á peysan að vera tilbúin og það verður hún svo sannarlega og þá kem ég með mynd hingað inn :)  Bíðið spennt!!!

kveðja frá Hrönnsunni


verkefnið er búið!

DSC04655Svona leit stofugólfið mitt út á miðnætti í gær.  Allt á síðustu stundu en allt náðist fyrir rest.  Ég var númer 2 í röðinni að flytja verkefnið og komst þá að því að ég hafði bara ekkert hugsað út í það hvað ég ætlaði að segja eða hvernig ég ætlaði að koma þessu frá mér yfirhöfuð.  Við áttum að tala í 10 mínútur en ég talaði semsagt í heilar 5 mínútur..sko mig.  En ég lærði alveg heilan helling á þessu öllu saman og veit núna hvernig ég á að gera þetta fyrir næsta verkefni.

 

 

DSC04606Hér er svo pilsið á gínunni í hálfri stærð.  Efnið er poplin og ég væri alveg til í að gera mér svona pils.  Ég hafði aldrei áður saumað svona ´´indsnit´´, veit ekki hvað það heitir á íslensku þ.e þegar maður saumar niður tvo sauma að aftan og framan til að fá pilsið til að sitja betur.  Ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.  Ég hefði getað farið út í að gera eitthvað pils með skrýtið snið en ég treysti mér einfaldlega ekki til þess.  Svo er hún í undirpilsi úr tjulli sem er líka bleikt en ég held ég eigi ekki mynd af því.

 

 

 

 

 

DSC04608Ég saumaði hringi á nokkra staði í pilsið.  Mér fannst það gera það kvenlegra og líkara því sem ég vildi ná fram.  Það passaði líka betur inn í myndina af herberginu sem ég var með og ég vildi frekar sauma í efnið en að nota mynstrað efni.

 

 

 

 

 

 

 

 DSC04611                                                         Hér sést svo aftaná pilsið.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég sauma falinn rennilás og hann hefði kannski mátt vera aðeins meira falinn hehe en æfingin skapar meistarann ekki satt. Þetta verður orðið rosalega flott hjá mér eftir nokkra mánuði.

Eftir að ég kom heim í dag kom smá spennufall.  Ég hef eiginlega ekki vitað hvað ég á af mér að gera í allan dag.  Lagðist upp í rúm með bók, bakaði svo múffur, sem eru mínar uppáhalds (uppskrift frá Sollu), vafraði um netið og nú er ég að hugsa um að taka aðeins upp prjónana áður en ég fer að hugsa um næsta verkefni.

Farið vel með ykkur

knús

H


Nokkrar myndir úr íbúðinni minni

DSC04629Íbúðin mín er alltaf meira og meira að líkjast heimili og mér er alltaf að líða betur og betur hérna.  Í dag tók ég upp úr ca 10 kössum, hengdi upp myndir og gerði aðeins meira huggó hjá mér.  (í staðinn fyrir að læra :)

Þetta er semsagt horn í svefnherberginu mínu.  Ótrúlegt en satt að þá komst græni álskápurinn heill út til mín.  Ég reyndar pakkaði honum alveg extra vel inn í umbúðir en hann semsagt er heill og ég er alltaf jafn glöð með hann.   Hann hýsir dvd safn heimilisins eins og hann gerði reyndar áður.   Svo er þarna mynd sem ég gerði til minningar um Þórð frænda og svo er hin myndin eftir Fjólu vinkonu.  Báðar myndirnar þykir mér mjög vænt um og vil hafa nálægt mér.

 

 

DSC04632Þetta er svo svefnherbergisglugginn minn sem gegnir líka hlutverki náttborðs.  Þarna er líka lampi sem sést ekki á myndinni.  Og að sjálfsögðu friðarlilja því það er svo gott að hafa þær í svefnherbergjum.  Og svo er þarna steinasafnið mitt.  Þetta eru svona þeir steinar sem hafa ratað til mín og hafa allir sína sögu á bakvið sig og ástæðu fyrir veru sinni akkurat þar sem þeir eru.  Ég er meira að segja með steingerfing sem mér áskotnaðist í Englandi í fyrra.  Myndin er að börnum bróður míns og það er gott að hafa þau þarna hjá mér þegar ég fer að sofa.

 DSC04640                                                         Þetta er stofuglugginn minn.  Ég er svo heppin að hafa hornglugga og hægt er að opna þá báða alveg eða bara til hálfs.  Fyrir utan er stórt hringtorg sem er fallega upplýst á kvöldin.  Ég man ekki hvað þetta blóm heitir en ég hef átt svona plöntu áður nema hvað þessi bara vex og vex.  Ég held að hún sé orðin meira en helmingi þykkari en þegar ég keypti hana, sem var nokkrum dögum eftir að ég kom til Danmerkur.  Það er óskaplega notarlegt að sitja þarna á morgnana og borða morgunmatinn.

 

 

 

 

 

DSC04645Hér er svo eldhúsið.  Þarna er svona það sem ég nota allra mest.  Hinum megin við eldavélina er jafnstórt svæði svo vinnuplássið hér er ekki mikið en einhvernveginn gengur þetta upp.  Rafnagnspannan kemur sér vel núna því ég get jú haft hana hvar sem ér.  Svo er ég með 2 eldhússkápa og einn kryddskáp og eina skúffu.  Ég fékk nú smá sjokk þegar ég sá eldhúsið fyrst, eldhúskonan ég með allar mínar græjur og dót.  En það var bara ekki um annað að ræða en að taka það sem er mest notað og pakka hinu í kassa og setja í geymsluna.   Einhverntíman seinna verð ég með betra eldhús en þetta dugar alveg og vel það í bili.

DSC04647Hér er svo eldhúsglugginn.  Ég er reyndar ekki með svo mikið af blómum.  Ekki miðað við það sem ég var með áður allavega.  Þarna út um gluggann sjáið þið hringtorgið sem er framan við húsið.  Þetta bláa lýsist upp á kvöldin og er mjög fallegt.  Byggingin á bak við það er sundlaugin.

 

 

 

 

 

 

DSC04641Jæja hér kemur svo aðalmyndin.  Í augnablikinu á ég bara eitt borð og hér gerist allt.  Hér er saumavélin og hér er eini staðurinn þar sem er nettenging, hér læri ég og hér borða ég.  Þetta er svona aðalstaðurinn í augnablikinu.  Ég stunda markaðinn góða í leit að öðru borði þar sem ég ætla að koma mér upp saumaaðstöðu en þangað til verður þetta bara að duga enda er þetta alveg í góðu lagi.  Á gínunni er pilsið sem ég var að hanna og sauma (plús undirpils).  Gínan er í hálfri stærð.  Meira um það síðar.

Þá hafið þið smá nasasjón af heimilinu mínu þessa stundina.  En það er enn dót í kössum og þetta er ekki alveg orðið eins og ég vil hafa það en þetta er alveg að koma.  Best að snúa sér að lærdómnum núna.

knús á ykkur.


appelsínugula peysan

DSC04585Ég áttaði mig á því í gær þegar ég var að fara í gegnum myndirnar hér á blogginu að ég átti eftir að setja inn mynd af appelsínugulu peysunni kláraðri.  Ég er með svo mikið af myndum af henni á prjónunum að ég bara varð að koma með mynd af henni kláraðri....ég semsagt kláraði hana :)  En hún er aðeins of lítil svo ég hef ekkert notað hana sem er algjör synd þar sem svo mikil vinna liggur í henni og mér finnst hún svo falleg.  Samt gerði ég prjónfestu og alles.  En jæja, svona er þetta bara.  Kannski einhverntíman mun ég passa í hana, þangað til er hún inni í skáp og ég get dáðst að henni.

 

 

 

 

 

DSC04591Tölurnar eru bara krúttlegar.  Ég fékk þær í Storkinum.  Garnið í peysunni er cotton 4 ply og liturinn alveg æði, svo fallega appelsínugulur. 

 


á prjónunum...eða prjónavélinni allavega

DSC04557Hér eru 2 treflar sem ég prjónaði á prjónavélina.  Þetta er það fyrsta sem ég gerði á vélina og er svona það allra einfaldasta.  Ég gerði reyndar 3 trefla, en Magnea nappaði honum af mér (hann var fjólublár).  Ég er sjálf ekkert fyrir svona stóra trefla svo ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá en ég lærði mikið á þessu.  Spurning hvort allir í familíunni fái trefla í jólagjöf hehe :)

Skólinn er kominn með nýja heimasíðu, sjá hér

 

 

 

 

 

 

DSC04577Ég fór á stóra handavinnusýningu um daginn og féll alveg fyrir þessu garni en þetta er blanda af hör og bómul.  Ég veit ekki alveg hvað ég geri úr þessu, spurning hvort það verður í prjónavélinni eða handprjónað.  Það verður bara að koma í ljós en ég hef um 500 g á spólunni svo ég ætti alveg að ná í peysu.  Kemur liturinn sem ég valdi einhverjum á óvart?? Garnið er frá þessari búð.

 

 

 

DSC04534

 Hér er svo brúðarkjóll sem prjónakennarinn minn prjónaði (á vél).  Mér finnst hann BARA flottur og einhverntíman verð ég orðin nógu klár til að vippa svona flík fram úr erminni :)  Það er allavega planið.  En svona án gríns.... hafið þið séð flottari kjól?

jæja, lærdómurinn bíður

 


afsakið hlé

DSC04533ég er hérna ennþá.  Það hefur bara tekið aðeins lengri tíma en ég hélt að koma mér fyrir og í gang á nýjan leik.

Mér líður vel í skólanum og nú eru verkefnin að hrúgast inn svo það er eins gott að standa sig.

Mér líður vel í Viborg, bærinn er fallegur og mátulega lítill fyrir mig.  Ég bý alveg við miðbæinn svo það er stutt í allt. 

Í skólanum er ég núna í vélprjóni og fatasaum ásamt einu bóklegu kennslufagi og þetta er hin fínasta blanda.  Ágætt að vera bara í einu bóklegu fagi í einu, það virðist henta mér mjög vel.  Sérstaklega á meðan ég er að koma mér inn í dönskuna.

Danskan gengur annars bara mjög vel og hefur mér tekist að gera mig skiljanlega við alla þá sem ég hef ætlað mér held ég bara.  Ég skil allavega það sem er að gerast í skólanum og það hjálpar nú er það ekki :)

Ég er ekki enn búin að koma mér alveg fyrir í íbúðinni minni, er ekki komin með bókahillur t.d svo bækurnar eru hér enn í kössum og ég hef hreinlega ekki nennt að bora upp gardínustangirnar ennþá en það skiptir nú ekki svo miklu máli þar sem ég bý á 3 hæð.

Jæja, lofa að skrifa fljótt aftur svo fólkið mitt geti fylgst með mér

kveðja

H


miðvikudagur án orða

DSC04106

ýmislegt í gangi á þessum bæ

DSC04096

 Ég keypti mér garn í nýja peysu á mig - blátt..svo yndislega blátt og eins og þið sjáið á myndinni er það frá Debbie Bliss. Þegar ég var komin heim uppgötvaði ég að ég hef ekki prjónað bláa peysu á sjálfa mig í 8 ár! hvað er það??  Þá sem ég prjónaði á því herrans ári 2001 er löngu orðin of lítil á mig (ahem) og fór í rauðakross gáminn einhverntíman svo vonandi er einhver úti í heimi að njóta hennar.

En til þess að geta byrjað á þessari yndislegu og flottu peysu þarf ég fyrst að..........

 

 

 DSC04101

....klára appelsínugulu peysuna! en ég á ca 3/4 af erminni eftir og svo auðvitað fráganginn.  Hlakka svo til þegar hún verður búin en ég er búin að vera mun lengur með hana en ég ætlaði mér.  Það er svona að prjóna fullorðinspeysu á prjóna nr. 2.5 mm.  En semsagt hún er á lokametrunum og svo hjálpar auðvitað að líta öðru hvoru á bláa garnið til að flyta enn fyrir :)

 

 

 DSC04100

 Svo er ég að gera tilraunir með að prjóna mér skotthúfu.  Ég er með garn frá artesano og aðsjálfsögðu er það fjólublátt, en ekki hvað.  Ég er auðvitað með svarta skotthúfu við búninginn minn en þessi á að vera til dagsdaglegra nota.  Hugmyndin er fengin frá húfunum sem Tóta er að gera en mig langar bara að gera mína eigin og í lit.

 

 

 

 

DSC04098

 Eftir margra ára leit fann ég loksins fingurbjörg sem ég get notað.  Ég hef hingað til sætt mig við að vera með gat á puttanum og blæðandi sár því þessar úr járni detta bara af mér og allt annað sem ég hef prófað, t.d úr leðri hefur ekki hentað mér heldur.  Þar til ég sá þessar í Storkinum og þær eru æði!! Úr gúmmíi og detta alls ekki af, til í nokkrum stærðum og mörgum litum.  Þið getið séð þær betur hér.

 

 

 

DSC04088

 og svo í lokin á ég bara eftir að þræða og quilta þetta teppi sem ég vonandi get klárað núna um helgina. 

Semsagt alltaf nóg að gera á þessum bæ.  Eigið góða helgi dúllurnar mínar og njótum sumarsins.

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband