11.6.2009 | 10:17
fína bláa peysan mín
Ég keypti mér þessa einföldu bláu peysu í kolaportinu um síðustu helgi á 500 krónur. Þegar heim var komið byrjaði svo fjörið við að skreyta hana með hekluðum og prjónuðum dúllum.
Ég er svooo ánægð með hana og hef verið í henni á hverjum degi síðan. Nú vantar mig bara fleiri peysur sem ég breytt og lagað. Langar í fleiri liti og öðruvísi skraut og...og...og... þið vitið hvernig það er þegar hugmyndaflugið fer í gang, stundum er erfitt að halda í við það!
Ánægðust er ég með litla hvíta kragann en mér
var gefinn hann fyrir löngu síðan.
Og svo auðvitað varð ég að skreyta með bláu glimmergarni. Bæði framan á ermum og svo kantinn að framan.
mmmm... elska bara þessa litlu sætu peysu mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 11:04
miðvikudagur án orða - wordless wednsday
Bloggar | Breytt 11.6.2009 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 22:10
sauma sauma sauma
Bútarnir í teppið eru orðnir 80. Ég ákvað að stækka það aðeins. Nú get ég farið að setja teppið saman..vúhú!! Bútarnir í bunkanum vinstra megin er í kant meðfram teppinu. Mér tókst nokkurnveginn að nota hvert efni bara einu sinni, nokkrum sinnum notaði ég einlitu efnin aftur.
Reyndar þarf ég að klára tvö önnur teppi áður en ég get farið lengra með þetta svo það verður einhver bið á að ég fái teppi á rúmið mitt. En ég reyni að vera þolinmóð....reyni..
Ég er búin að vera að vinna svo mikið undanfarið að ég hef lítið getað saumað, of þreytt þegar ég kem heim. Það hlýtur nú að fara að lagast og vonandi kemur orkan fljótt aftur svo ég geti haldið áfram... þarf að geta klárað svoooo margt á þeim stutta tíma sem eftir er áður en ég fer til Danmerkur.
I decided to enlarge my quilt a bit, so the patches are now 80. I can now start to assemble the quilt...woohoo...!! The patches on the left are for the border. I sort of managed to use each fabric only once. I used a few of the solids twice.
Actually I have to finish two other quilts before I can go further with this one so I´ll just have to wait a bit longer until I have a quilt on my bed... I try to be patient... try ...
I´ve been working so much lately that I just don´t have the energy to sew when I get home at night. I hope that will get better this week, there is sooo much I have to finish in the short time until I leave for Denmark.
Thats it for now folks....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 11:00
Gula peysan
Ég kláraði þessa peysu fyrir um mánuði síðan og hef varla farið úr henni. Hún er úr bómullargarni, Rowan 4ply og yndislega mjúk og góð. Og líka falleg. Fyrst var ég í smá erfiðleikum með mynstrið að framan en svo var ég orðin háð því og gat bara ekki hætt þetta var svo skemmtilegt. Núna langar mig að prjóna peysu sem er öll í gataprjóni þ.e ekki bara framstykkin eins og þessi. Þessi átti reyndar að vera sumarpeysan í fyrra en lenti hálfprjónuð ofan í poka hjá mér. Ég er ansi fegin að hafa tekið hana upp og klárað hana. Hún á örugglega eftir að verða notuð þar til hún dettur í sundur ef ég þekki mig rétt, sem ég geri nokkuð vel :) Hún er líka mjög falleg við pils og yfir kjóla og.....
I finished this sweater about a month ago and have been wearing it almost daily since. I used Rowan 4ply, a yarn I really love. So soft and comfy, both to wear and to knit with. At first I was having trouble with the lace pattern but soon it became addictive and I just couldn´t stop knitting. Now I want to knit a sweater that is all in lace. Actually this one was supposed to be the summer sweater last summer but for some reason it ended up in a bag. I´m really glad that I took it out and finished it. I will probably be wearing it until it falls apart :) Its really pretty with skirts as well and over dresses and.....
Og hér er hún svo á prjónunum. Það er alltaf gaman að sjá peysu á prjónunum ekki satt? Sérstaklega svona eftir á.
And here it is still on the needles. Its always fun to see a sweater half way through, right? Specially after its all knitted.
Eigið góðan dag dúllur, vonandi fáum við annan gleðidag í dag með góðu veðri. Ég ætla að labba í vinnuna (um klukkutími) sem er bara yndislegt þegar veðrið er svona gott.
Have a good day dear friends, hopefully we will be getting another happy-day with good weather. I am going to walk to work (takes about an hour) which is so wonderful when the weather is this good.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2009 | 22:04
ég held áfram að sauma...
Teppið á rúmið mitt er farið að myndast. Núna er ég búin með 34 búta af 70 svo þetta er allt að koma. Oh ég hlakka svoooo til þegar það verður tilbúið (vonandi í sumar). Það er nefnilega kominn tími á að ég fái fallegt teppi á mitt eigið rúm. Teppið verður eingöngu gert úr afgöngum og ég er að reyna að nota hvert efni bara einu sinni. Það þýða jú 140 mismunandi efni í teppið, eins gott að ég á ágætis stafla af efnum :)
The quilt for my bed is starting to come togeather. I´ve now made 34 patches of 70 so everything is coming along nicely. I just can´t wait to have it finished (hopefully in the summer). It is about time that I have a quilt on my own bed. I´m only using my stash for this quilt and I am trying to use each fabric only once. That means 140 different fabrics. Good I have a lovely stash to use from :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 20:29
Nýtt teppi
Jæja, þá er þetta litla teppi loksins tilbúið. Það er algerlega gert úr efnis afgöngum, nema röndótta efnið sem er frá Kaffe Fassett. Ótrúlegt en satt en þá tók það mig um ár að klára það! samt er það ekki nema 130x80cm. Ég lagði það svo oft frá mér, fór erlendis í 3 mánuði og flutti svo kannski er ekkert skrýtið hvað það tók langan tíma...ahem..eða ég reyni að segja sjálfri mér það. Ég kláraði teppi í janúar sem tók bara tvo mánuði að klára frá byrjun til enda. Ég byrjaði að quilta það fyrir um 2 mánuðum en í miðju kafi brotnaði fóturinn á vélinni minni. Vonandi fylgir bara gæfa teppinu í framtíðinni. Kannski er ástæðan fyrir seinkuninni á teppinu er einfaldlega sú að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við það. Er þetta veggteppi?? Barnateppi?? Og þá handa hverjum? Eins og er er ég bara ánægð með að vera búin með það og það dugir í bili.
Finally my sweet little quilt is finished, made entirely out of scraps apart from the stripy fabric which is from Kaffe Fassett. It took me a whole year to finish this and it only measures 130x80cm. I put it away so many times, went abroad for 3 months and then moved house so maybe its not so strange after all just how long this one took..ahem.. or so I try to tell myself. I did finish a full size quilt in january that only took 2 months from start to finish. I started quilting it about 2 months ago but halfway through the quilting foot broke! I hope only good things will happen to it in the future. Maybe the reason it took so long to finish is simply the fact that I have no idea what to do with it. Is it a wall quilt? A baby quilt?? I just don´t know. For now I´m just really glad its done.
Hér er svo smá nærmynd
Here is a little close up
Bakið er líka Kaffe Fassett efni. Verst að mér tekst ekki að ná litunum alveg réttum en hringirnir eru alveg neon-grænir. Ótrúlega fallegt efni og passar svo vel við teppið.
The back is a Kaffe Fassett fabric as well. Too bad I can´t get the colours right though. The circles are lime-green. Such a beautiful fabric and just perfect for my little quilt.
Ég hef aldrei áður lokað teppi með röndum skornum á ská og er ótrúlega ánægð með útkomuna. Mun pottþétt gera þetta aftur.
I have never cut the binding on the bias before and I am so happy with the result! I´ll be doing this again for sure.
En helgin er annars helguð prjónaskap að mestu og gengur vel. Svo yndislegt þegar sólin lætur aðeins vita af sér. Ís göngutúrar, sundferðir, grilllykt í loftinu og rúllandi sumar hamingja bara.
The weekend is mostly dedicated to knitting and the summer sweater is going really well. So nice when the sun gives us a little visit. Walks with ice-cream, swimming, bbq´s and happy summer moods.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 21:48
fjöruferð
Ég fór í fjöruferð um daginn í mjög svo góðu veðri og auðvitað var myndavélin meðferðis. Smá sjávarþang, ótrúlega fallegir litirnir í því. Ég varð alveg dolfallin að fylgjast með því veltast um í sjónum. Er þetta ekki kallað blöðruþang? Eða hvað? Veit einhver?
ótrúlegur kraftur í sjónum okkar, ég hefði getað staðið þarna í marga klukkutíma og hlaðið batteríin.
Ég hef horft á sjó í mörgum löndum en það jafnast ekkert á við þann íslenska hvað kraft og orku varðar.
Minnir mig á skreiðina hjá afa þegar ég var krakki. það voru nú einhverjar ferðir farnar með þeim gamla. Amma sat á kvöldin og hnýtti böndin og reyndi mikið að kenna mér að gera þessa hnúta rétt en alveg sama hvað ég reyndi, ég bara gat ekki lært þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 11:10
Sumarpeysan í ár
Sumarpeysan er komin vel á veg. Bakið er búið og þá finnst mér alltaf svo lítið eftir. Ég er alveg dolfallin fyrir 4 ply bómullargarninu frá Rowan en þetta er önnur peysan í röð sem ég prjóna úr því. Var svo að komast að því að þeir eru að hætta að framleiða það...er þetta ekki týpískt? Milk cotton garnið kemur í staðinn en það verður ekki flutt inn hingað þar sem það er of dýrt (yfir 1000kr dokkan sem er ansi mikið fyrir bómullargarn). Ég er mjög hrifin af fínlegum bómullarpeysum núna og þær verða að hafa einhverja áferð þ.e ég er ekki að nenna að prjóna bara slétt þessa dagana. Veit ekki afhverju. Þessi flýgur alveg áfram jafnvel þó hún sé prjónuð á prjóna 2.5 mm og ég hlakka mikið til að klæðast henni í sumar...oh hvað ég verð fín.
The summer sweater is well on its way. When I´ve got the back finished I always feel like half of the work is done. I´ve completely fallen for the Rowan 4 ply cotton yarn and this is the second sweater in a row that I knit from it. However I just found out that they are stopping the production of it... isn´t that typical? when you find something you like so much? They have replaced it with the milk-cotton yarn but that isn´t awailable here as it is too expensive. At the moment I most like to knit really finely knitted sweaters and they have to have some kind of texture, I´m in no mood for just smooth surfaces. Don´t know why. This one is really moving along quickly even though it is knitted on needles no. 2.5 mm and I can´t wait to wear it this summer.
Bloggar | Breytt 11.5.2009 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 16:04
afrakstur dagsins
Í síðustu viku ákvað ég að taka þátt í ,,quilt-along´´ sem crazymomquilts er að fara af stað með (þið sjáið linkinn hér til hliðar). Maður gerir einn bút á dag úr afgöngum í 70 daga og er þá kominn með nóg í eitt teppi. Ég var að sjálfsögðu kominn afturúr á fyrstu vikunni og ákvað að vinna það upp í dag og er núna komin með 10 búta tilbúna. Ég býst nú við því að ég muni frekar gera nokkra í einu heldur en einn og einn, það er betra að vinna það þannig en mikið verður gaman að fá nýtt teppi í sumar. Nóg er til af efnum hér á bæ og það verður gaman að sjá hvernig þetta vinnst. Get ekki beðið að sjá það með hvítum kanti.
Last week I decided to take part in a quilt-along that crazymomquilts is starting (link is on the side bar). You make one patch a day from your stash for 70 days and then you have enough for a quilt. Ofcourse I was behind already the first week so today I decided to make a few patches to get myself going. I made 10 and they really are fun to make so I´m looking forward to this project. I think I´ll make a few at a time rather then just one each day though. How lovely it will be to have a new summery quilt!! This one should make a good dent in my stash and I can´t wait to see it with the white sashing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)