Bleikt

DSC03876Ég er langt komin með nýtt bútateppi.  Það er í bleikum, rauðum og fjólubláum litum og er jólagjöf.  Um að gera að byrja snemma ekki satt? Það er mikil vinna við hvert teppi svo um að gera að hafa tímann fyrir sér í þessu.  Ég kláraði að sauma eitt teppi í janúar (blátt) sem er líka jólagjöf og svo er eitt eftir sem verður grænt.

Þegar ég var búin að skera niður efnin í þetta teppi sá ég að ég keypti allt of mikið af efnum og næ í annað alveg eins....fyrir mig :o) Þetta eru jú alveg mínir litir.  Það er frekar erfitt að gera teppi í þessum litum án þess að það verði væmið en ég held svei mér þá að mér hafi tekist það. 

Það eru alveg nokkur teppi á biðlista hjá mér sem ég þarf að sauma þegar þessi eru búin.  Ég er með tilbúin efni í tvö teppi sem eru bæði fyrir mig og svo eitt fyrir mömmu svo það vantar alls ekki verkefni á þessum bæ.  Og þetta er bara brot af því sem ég er að sauma.....fyrir utan svo allt hitt... prjóneríið og mósaikið og..og..og....mig vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn!!

 


hvað er í töskunni ??

DSC03807Ég saumaði mér nýja tösku á föstudaginn og datt því í hug að athuga hvað væri í töskum ykkar??  Það er ótrúlegt hvað getur safnast í þær blessaðar. 

ok, ég byrja.  Í töskunni minni er: peningaveski, varalitur, 3 tebréf, málband, penni og tossamiði. 

En taskan er jú ung og á sennilega eftir að fyllast fljótt.

Hvað er í þinni tösku??


Páskar

DSC03815Ég bjó ekki til páskaegg þetta árið en í staðinn saumaði ég páskakanínu.  Ég er nú bara nokkuð ánægð að vera komin með hana í fjölskylduna, hún á örugglega eftir að gera einhverja skandala, stríða kettinum og hver veit hvað hún mun taka upp á.  Það kemur allt í ljós.

Ég er að hugsa um að sauma einhverjar fleiri fígúrur því þetta var svo rosalega gaman.  Og hvað er skemmtilegra en að fá að klæða kanínu í fötin sín? ekki margt skal ég segja ykkur.. nema kannski að búa þau til sem var nokkuð gaman.  Sé alveg fyrir mér fullbúinn fataskáp fyrir hana.  Það verður svo gaman hjá okkur.

Svo er ég komin með garn í nýja peysu sem ég ætla að dunda mér yfir á næstunni.  Gula peysan sem ég var að prjóna er tilbúin, einmitt fínt svona fyrir páskana, liturinn er allavega alveg fullkominn (peysan reyndar líka :))

Gleðilega páska dúllurnar mínar og hafið það sem allra best yfir páskana.

 


Kviss bass búin...

DSC03774Ég ætlaði ekki að hverfa... í alvöru... og bið ég mína tvo föstu lesendur innilega afsökunar.

Síðustu viku hef ég verið á haus við að klára fjallið góða.  Þetta er nærmynd, það er um 90 cm langt en ég gleymdi að mæla hæðina í æsingnum í að senda þetta út.  Ég endaði semsagt á því að sauma himinn og fjall og prjóna hraunið fyrir framan og nota tölur svona aðeins til að gefa því smá meiri karakter.  Myndin hefði einfaldlega ekki gengið upp ef hraunið hefði líka verið í bútum, þessvegna er það einfaldað svona mikið og prjónað í lopa.   Ég tek fyrir að prjóna úr lopa, leiðinlegt hráefni til að hafa í höndunum.  En það er jú bara mín skoðun.  Ég sat nú samt til hálf tvö eina nóttina og prjónaði. 

Ég setti í póst á miðvikudaginn og var í hálfgerðu losti þann daginn.  Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera eða hvað ég átti að taka til bragðs.  En nú hef ég jafnað mig og er tekin til við að leggja lokahönd á sæta gula peysu.  Klára hana vonandi núna um helgina.

eigið góða helgi


prjónað fjall

DSC03738þetta er ekki fjall, þetta er mynd af fjalli.

Ég þarf að gera inngangsverkefni fyrir skólann í danmörku og a) ég þarf að búa til eitthvað og b) skrifa síðan ritgerð um það.  Ég hef innan við viku til að gera þetta og þá þýðir ekkert að taka langan tíma í að ákveða hvað maður ætlar að gera.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að prjóna stein en svo datt það eiginlega upp fyrir sig þar sem ég efast um að ég geti skrifað ritgerð um stein og þá mundi ég eftir nákvæmlega þessari mynd sem er að finna í bókinni Íslendingar.  Sem betur fer var bókin inni á bókasafninu og ég er búin að vera að hugsa þetta í allan dag.  Fór í prjónabúð í dag að skoða garn og er að velta þessu fyrir mér.  Fer á morgun að kaupa garnið og þá verð ég að vera búin að ákveða mig.

Hér er smá spurning fyrir ykkur.  Hvort ætti ég að gera veggteppi af myndinni (þá himinn, fjall etc) eða bara fjallið með fyllingu, svona eins og púða??

Verst að það sést svo illa á þessari mynd hvað litirnir í henni eru fallegir, enda er þetta mynd af mynd (af mynd af mynd???)

Verð semsagt upptekin við þetta næstu daga.


Hún er komin

DSC03734Loksins er hún komin.  Ég var búin að bíða í heilt   ár eftir þessari bók og var fljót að lesa hana eftir að hún kom til mín (amazon rúlar) enda lagði ég hana ekki frá mér.  Hún stóð algerlega undir væntingum mínum.  Núna þarf ég bara að bíða í ár eftir næstu bók.  Picoult gefur alltaf út nýja bók í mars á hverju ári og spennan er mikil enda ótrúlega góður höfundur hér á ferð.  Þetta er 13 bókin sem ég les eftir hana en það er sjaldgæft að ég lesi svo margar bækur eftir sama höfund.

Þessi bók fjallar um litla stelpu sem er haldin sjúkdómi sem veldur því að beinin hennar brotna mjög auðveldlega en foreldrar hennar fara í mál við ljósmóðurina sem sá um eftirlit á meðgöngunni en hún greindi ekki sjúkdóminn fyrr en of seint var liðið á meðgönguna til að hægt væri að eyða fóstrinu.  Miklar móralskar pælingar í gangi í þessari bók en mjög gott að spyrja sig þessara spurninga. 

Ég byrjaði á því í janúar á þessu ári að skrifa niður þær bækur sem ég les því mig langar að sjá í lok árs hvað ég les í raun mikið eða lítið því oftast man ég þetta ekki.  Ég get allavega ómögulega munað hvaða bók ég var til dæmis að lesa í október í fyrra.  Ég er semsagt búin að lesa 7 skáldsögur það sem af er ári og tel það bara nokkuð gott.

 


Endurfundir á Njáluslóðum

DSC02756Svona lítur saumaborðið mitt út þessa dagana.. frekar hræðileg mynd en þetta er samt mjög lítið drasl miðað við venjulega.

Ég settist við vélina aftur í dag og fór að sauma.  Búin að fá meira en nóg af því að liggja lasin í rúminu.. úff hvað var gott að stíga upp aftur.  Ég hélt að peran í vélinni væri sprungin því það slokknaði á henni um daginn en svo rak ég mig eitthvað harkalega í vélina áðan og...voila.. það kom ljós.  Svo nú beiti ég rússnesku aðferðinni þegar ljósið fer og dangla aðeins í hana.  Einhver sagði mér allavega einhverntíman að svona gerðu rússarnir við hjá sér.  Pant ekki fara í geimferð með þeim.

Máni kjáni á afmæli í dag, orðinn 19 ára gamall.  Þegar ég var 19 ára flutti ég að heiman og gerðist húsvörður, fannst ég hrikalega fullorðin eitthvað.  Þetta gerði ég á meðan ég var að klára menntaskólann.  Annars mátti Máni ekkert vera að þessu afmælisveseni í dag þar sem hann lá og las Njálu í allan dag og blótaði henni mikið þrátt fyrir að ég hafi hælt henni þvílíkt.  Ég kom með þá brilljant uppástungu afhverju hann a) læsi ekki bara teiknimynda-sögu útgáfuna b) hlustaði á hana á hljóðbók eða c) fyndi bókina á einhverju nútíma máli.  Við semsagt enduðum niðrá bókasafni og fundum teiknimyndasögurnar og hljóðbók.  Svo fórum við í fornbókadeildina og spurðum konuna þar hvort Njála væri ekki til á nútíma máli.  Hún sýndi okkur milljón útgáfur af bókinni og meira að segja útgáfuna sem hún var látin lesa sem krakki, já já við erum með þetta allt á hreinu núna.  En svipurinn var ekki fagur þegar hún fattaði að við værum eiginlega að þessu til að stytta okkur leið (Máni fer í próf úr bókinni á morgun).  Þegar hún sá Mána halda á hljóðbókinni sagði hún ,,ekki spóla yfir nafnalistana í byrjuninni þeir skipta miklu máli´´ og svo labbaði hún í burtu.  En við vorum voða sæl með þetta, aðallega Máni því ekki nenni ég að lesa Njálu aftur.

Svo fór ég í Fríðu frænku og keypti mér efni í sumarkjól.  Vorhugurinn greinilega að nálgast.  Eða að ég er búin að vera inni of lengi og búin að gleyma hvað það er í raun enn kallt úti.  hmm kemur í ljós.

Nóg í bili


jólahugur

DSC02364Mig er farið að hlakka til jólanna.  Ég held að loksins fáum við alvöru jól, heimatilbúnar jólagjafir og jólaanda sem ekki inniheldur brjálað kaupmennskubrjálæði.

Fólk talar um að gefa minni gjafir í ár, ódýrari.  Meira er um að fólk er að búa til gjafir og þetta finnst mér svo frábært.  Svona á þetta að vera.  Öll jól. 

Ég er farin að búa til jólagjafirnar.  Hef reyndar alltaf gert það en er óvenju snemma byrjuð í ár.  Oftast fæ ég loksins hugmyndir um miðjan desember og er svo á fullu að reyna að klára fyrir daginn stóra.  Ekki nú í ár. Nú í ár er það bara skipulag og ekkert annað sem dugir og hananú :)

Ég verð hjá henni Magneu minni í Danmörku um jólin.  Við höfum aldrei áður haldið jólin sjálfar og mig hlakkar ógurlega til.  Búa til mínar jólahefðir og gaman verður að sjá hvernig við púslum þessu saman því öll höfum við okkar siði og svo eitthvað sem við viljum líka breyta og gera  nýtt.  Þetta verður mjög forvitnilegt en skemmtilegt.

Annars er allt gott að frétta og nóg að gera, sem er alltaf gott.  Ég horfði á Súperman um daginn, muniði eftir henni??  Hún reyndist vera mun betri en ég minnti, hefur elst nokkuð vel að mínu mati og ætla ég því að horfa á númer tvö og sjá hvað verður um blessaðann kallinn.

Verið góð hvort við annað dúllurnar mínar

H


Helvítis fokking fokk...

Ég hef tekið þátt í mótmælum á austurvelli síðustu tvo laugardaga og tel ég það skyldu okkar, sem vilja breytingar, að mæta.  Nú er hitinn farinn að aukast og ennþá fleiri láta sjá sig.  Margir hafa sagt við mig að það þýði ekkert að mótmæla, það sé einfaldlega ekki hlustað á það.  Það gerist hinsvegar ekki mikið ef allir sitja heima hjá sér og tuða yfir ástandinu.  Ekki láta leiða ykkur í sláturhúsið án þess að jarma....mætið næsta laugardag og mómælið!!!

fréttir og falleg blóm

Mér fannst viðeigandi að setja inn mynd sem ég tók i englandí í sumar, fallega vatnalilju. Ég held að allir (allavega ég) er komin með nóg af þessu kreppu tali og um að gera að reyna að fókusa á eitthvað annað og fallegra.  Annars er allt ágætt að frétta.  Ég er loksins flutt og lífið er í mikilli biðstöðu eins og er en vonandi fer að leysast úr því bráðlega. 

á meðan ég bíð eftir að flytja til danmerkur reyni ég að slappa af, sauma og prjóna og fylla tímann en mér leiðist nú ansi mikið á daginn sem er ekkert rosalega góð tilfinning.

Ég skil við ykkur í dag með þessa fallegu mynd og góðar hugsanir til ykkar allra.

kveðja

Hrönn

 

DSC02004

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband