Leikandi l'ett

'Eg er ekki med 'islenskt lyklabord, svo thid verdid ad afsaka einkennilegheitin 'i bili.  'I stuttu m'ali hefur m'er aldrei lidid jafn vel og akkurat n'una og akkurat h'er.  'Eg er umvafin yndislegu f'olki og stadurinn er algjort himnar'iki.  'Eg vakna vid fuglasong (og stoku hanagal) og thad er nu ekki amarlegt!  

Vid erum 'a fullu ad undirb'ua allt saman fyrir sunnudaginn, en th'a kemur fyrsti h'opurinn hingad (sem er um 150 manns).  M'er l'idur svol'itid eins og 'i b'i'omynd eda 'a sveitasetri, ad undirb'ua allt saman fyrir eitthvad st'ort.  En thad er semsagt n'og ad gera og 'a bara eftir ad verda meira ad gera sem er f'int.  Manni er n'u ekkert p'iskad 'ut samt, 'eg vinn 'i 4 daga og 'a fr'i 'i 3 daga.  Vinnut'iminn er hins vegar fr'a 6:30-15:30 fyrir fyrri vaktina og 11:00-20:00 fyrir th'a seinni.  'Eg er ad vonast til ad f'a ad vera 'a seinni vaktinni en sj'aum til hvad gerist.  'Eg veit allavega ad 'eg er ad vinna allar helgar sem er gott thv'i m'er finnst betra ad vera 'i fr'ii 'i midri viku ef mig langar ad fara eitthvad.

F'olkid sem h'er er er 'a ollum aldri, fr'a 15 og upp 'ur.  Sumir unglinganna koma 'ur steiner sk'olum, adrir voru nemendur h'er, hafa unnid sem steiner kennarar eda eru bara 'ahugasamir eins og 'eg.  'Eg er s'u eina fr'a 'Islandi, og reyndar nordurlondunum en annars er h'er f'olk allstadar ad 'ur heiminum.

'Eg saeki l'itid 'i einveru sem kemur m'er 'a 'ovart, thad eru svo margir h'er sem gaman er ad tala vid og alltaf eitthvad 'i gangi.  Ef 'eg er ein k'ys 'eg helst ad fara 'i gongut'ura thv'i h'er er svo ofbodslega falleg n'att'ura.

M'er finnst algjor forr'ettindi ad vera h'er 'a thessum yndislega stad og hlakka mikid til framhaldsins.

kvedja

englandsfarinn 


Ævintýrið hefst með einu skrefi...

DSC01811jæja loksins get ég sýnt teppið sem ég saumaði handa Magneu systur í afmælisgjöf.  Hún er semsagt búin að fá það (loksins, átti afmæli í mars) og er mjög ánægð með lúruteppið sitt (sjúkk!).  Teppið er bara gert úr afgöngum svo þetta er alveg ekta bútateppi :)

Ég er búin að pakka örugglega 10 sinnum í dag og taka meira og meira úr töskunni og núna er hún 21 kíló og ekki séns að taka meira úr henni (að mér finnst allavega).  Ég sem grobbaði mig svo mikið í gær hvað ég stæði mig vel í þessu pakkeríi en ég ég er nú alveg sátt og sæl með þetta samt.  Ég er búin að smyrja nestið og allt er tilbúið, á eftir að hringja í ömmu og afa og kveðja og svo ætla ég í háttinn enda þarf ég að vakna klukkan 4 í nótt.  Mamma er svo yndisleg að vakna með mér og keyra mig... það er ekki amarlegt að eiga svona yndislega mömmu... og foreldra yfirleitt :)

Ég keypti garn í peysu í dag, fallega gult bómullargarn.  Smá frí frá bleika/fjólubláa litnum hjá mér.  Annars hef ég prjónað mér ansi margar grænar líka í gegnum árin.  Allavega.   Þegar heim var komið með garnið áttaði ég mig á því að: ég pakkaði prjónunum mínum niður í geymslu!  Ég hafði svosem ekki mikið að gera og tók til við að fara í gegnum alla kassana í geymslunni (jebb) og fann loks prjónapokann.... í neðsta kassanum... er það ekki alltaf þannig?

jæja snúllur, nú hefst ævintýrið...hlllllaaakkið til með mér:)

kveðja

Hrönnsa yndis-pönnsa


Þetta er allt að koma

DSC01833Ég stalst til að fá mér smá ís (ok það má deila um stærðina) í góða veðrinu í dag.  Í dag var líka síðasti vinnudagurinn minn svo ágætt að halda upp á það.  Ef manni langar í ís að þá má jú alltaf finna einhverjar ástæður til að fagna... til dæmis er fimmtudagur í dag og ágætis tilefni til fagnaðar.

Eeennnn... og haldið ykkur nú... ég viktaði ferðatöskuna mína áðan og hún er UNDIR 18 kílóum!!  Þetta hefur aldrei gerst held ég í sögu Hrannar, enda er ég búin að standa mig vel í pökknuninni og hef staðist ýmsar freistingar (eða þannig þið skiljið) og jú hún er ekki 18 kíló tóm.. það eru föt í henni..

Annars er það eina sem ég á eftir að gera er að fara í klippingu á morgun, kaupa garn í peysu (til að taka með út svo ég hafi nú nóg fyrir stafni) og kaupa gjaldeyrir.  Rowan eru komnir með garn úr lífrænni bómul sem ég ætla að prjóna úr... er bara að velta litnum fyrir mér... ætti ég að gera enn eina bleika?? kemur sterkt inn, kemur sterkt inn. 

Sá flottasta sundbol sem ég hef á ævi minni séð í dag, hvítann með rauðum doppum og gamaldags sniði... eeeen stóðst freistinguna (ég er að verða pró í þessu) og læt mig bara dreyma um hann í staðinn.

Oooh hvað ég vildi óska að ég gæti haft með mér prjónana í flugvélinni.  Hverjum datt í hug að banna það??  Jú afþví ég gæti drepið mann og annann með bitlausum bambusprjónunum, einmitt það já.  Bækurnar eru óvart orðnar tvær til að hafa á leiðinni en matardæmið er alveg að ganga upp og ég  er komin með ágætis slatta í töskuna. 

Hvað haldiði að ég hafi fundið? Geeeeððveikar karob-karamellur í Yggdrasil..mmm.. tek poka með á leiðinni til að maula á ...keypti  reyndar 3, en einhverra hluta vegna er bara einn eftir (afhverju ætli það sé? hmmmm).  Mig grunar sterklega hann Mola (kisuna hennar mömmu), hann sækir grunsamlega í að liggja á meltunni uppi í rúminu mínu...og... borða karamellurnar mínar.

jæja elskurnar mínar, elskið eins og þið eigið allann heiminn.....

pönnsan


Fallegi ferðalangurinn

Það er nóg að gera á þessum bæ... sem er reyndar ekki minn bær því ég er komin til mömmu.  Það er skrítið að vera ekki í íbúðinni minni.  Þegar ég var búin að þrífa og fara ferð númer 365 niður í geymslu leit ég yfir og hugsaði ,,afhverju er aldrei svona rosalega fínt hjá mér?´´  Jú, ég er ekki vön að taka til í marga daga í röð (því er nú ver og miður) en kannski ég taki það bara upp þegar ég kem heim, hver veit.

Það er allt að verða tilbúið hjá mér, búið að vera nóg að gera í að klára hitt og þetta en nú er þetta að loksins að smella saman.  Ég hef verið að setja nýja manneskju inn í vinnunni sem hefur verið mjög gaman því þá hef ég einhvern til að tala við allann daginn sem er frábært.  Við missum okkur líka soldið... ahem... eins og gerist, eins og gerist.

Núna er ég á fullu að kveðja vini og hitta alla þá sem ég get áður en ég fer, þeir sem ég næ ekki að hitta, ekki móðgast samt, ykkar tími mun koma eins og segir einhversstaðar :)  Þetta eru nú ekki nema 9 vikur, en samt... það eru nú alveg 9 vikur.  Ég leysti út lyfin mín fyrir ferðina og leið svoldið hræðilega þegar ég tók við þessu öllu... ekkert smá magn!! en svona er þetta bara og partur af minni tilveru. 

Ég er rosalega ánægð með pilsin mín, ég fer með 4 með mér.  Peysuna sem ég prjónaði er ég hins vegar ekki nógu ánægð með og ekki víst að ég taki hana með mér, veit ekki alveg.  Ég ætla að fara á morgun og kaupa á hana tölur og þvo hana og sjá hvort ég fíla hana eitthvað betur.

Ég hef ekki haft tíma til að setja nýjar myndir inn af myndavélinni svo engin mynd í þetta skiptið, þið bara ýmindið ykkur flottheitin þar til ég set myndir inn.

Ég rakst á þetta í gær og finnst þetta svo fallegt:

Dance as though no one is watching you.

Love as though you  have never been hurt before.

Sing as though no one can hear you.

Live as though heaven is on earth. 

Spáið í einu... það er talið að konur innbyrði um 2 kíló af snyrtivörum á ári (já..á ári!!).  Þegar við þurfum að bæta við varalit (og öðru slíku) er það oftast þvi hann hefur farið inn í húðina (nema maður sé kysstur í kaf endalaust), húðin okkar er jú hönnuð til þessa ekki satt??  Eins gott að passa hvað við erum að setja á yndislegu húðina okkar (og varalitir eru víst þeir verstu þegar kemur að eiturefnum í snyrtivörum).  Ég nota vörurnar frá Aveda og dr. Hauchka (kann ekki að skrifa það og nenni ekki að standa upp) og er mjög ánægð með þær.  Það eru til fullt fullt af flottum vörum á markaðnum sem eru betri fyrir okkur en aðrar svo um að gera að fara í rannsóknarleiðangur í snyrtibudduna.  Ekki spara á þessu sviði elskurnar mínar og endurnýjið oft.  Lítið á málningarvörurnar ykkar sem ,,ferskvöru´´ sem endist ekki lengi og þarf að endurnýja oft.

jæja nóg í bili

kveðja

Ferðalangurinn


saumaflæði með smá æði

DSC01801Ég hef setið og saumað undanfarið.  Þegar maður er á leiðinni til útlanda þar sem kannski (mögulega) kemur sól þarf að sauma nokkur pils (svona eins og fjögur) og lita sumar jakkann ásamt ýmsu öðru sem til fellur.  Ég vaknaði semsagt um klukkan 8 á 17 júní og byrjaði að sauma og saumaði mest allann daginn.  Fór svo í heimsókn til pabba og Hafdísar til að kveðja þar sem þau skötuhjúin eru að fara í frí og ég hitti þau ekki aftur fyrr en í haust (sagði ég í haust?? úff). 

Ég hef haft smá áhyggjur af því hvað ég á að hafa með mér af mat á ferðalaginu mínu.  Þegar ég verð svöng fæ ég hausverk og verð pirruð og ég nenni ekki að standa í því.  Ég get heldur ekki stólað á það að finna eitthvað við hæfi á flugvöllum (eða í flugvélinni)og þarf að undirbúa þetta vel.  Ég og Fjóla erum komnar á þessa niðurstöðu: bananar, harðfiskur, epli, avakadó (læt mig dreyma um papaja líka), grænt te duft (get sett það út í vatnsflöskur sem ég kaupi,  maður má víst ekki taka með sér vökva lengur) og svo kannski að baka múffur eða brauðbollur.  Allar uppástungur um ferðavænan mat eru vel þegnar. 

Þegar maður hefur áhugamál að þá fylgir því alltaf eitthvað dót ekki satt??  Mitt vandamál er það að ég á nokkuð mörg áhugamál og þeim fylgir öllum mikið dót.  Ég er með fleiri fleiri dalla af brotnum diskum og bollum, efni í kassavís, heila kommóðu af dóti fyrir dúkkuhúsið (veggfóður, teppi, leir og þannig), garnafganga og ónotað garn og svo mætti lengi telja.  Einnig eru ýmis (hóst...ansi mörg) verkefni í miðjum klíðum á öllum sviðum.  Mitt stóra verkefni undanfarna daga hefur verið að pakka ölllu draslinu.  Ó já dömur mínar og herrar ég þurfti að pakka öllu saman og fara með það niður í geymslu ásamt fötunum mínum úr fataskápnum því ég ætla að lána íbúðina mína í sumar og viðkomandi vill sofa í svefniherberginu (ég er löngu flúin úr herberginu og sef í stofunni).  Þetta gengur frekar hægt, aðallega af því að ég var líka að sauma en núna verður þetta að ganga aðeins hraðar því ég fer úr íbúðinni um helgina...hugsið nú til mín þegar ég fer ferð númer 543 niður í geymslu.

Í dag skellti ég mér loksins á sýninguna hans Viggó Mortenssen ,,Skovbo´´.  Mér fannst allt of mikið af myndum fyrir minn smekk og sumar eiginlega ekki eiga heima þarna en svo voru auðvitað margar rosalega fallegar eða flottar (eða bæði).  Ég er voðalega glöð að hafa skellt mér, það er ekki hægt að missa af þessu.  Fyrir þá sem ekki hafa farið endilega skellið ykkur.  Það er nú ekki svo mikið af trjám á íslandi svo um að gera að virða þau erlendu vel fyrir sér (jafnvel þó það sé bara á myndum).

Ertu búin(n) að faðma einhvern í dag???

H


komin aftur

DSC01798Jæja gott fólk ég er komin aftur.  Tölvan mín fór til ,,tölvulæknis´´ og er orðin eins og lambið eina að leika við aftur.  Það var nú bara ágætt að vera tölvulaus í viku, ég prjónaði mér til dæmis eina peysu á meðan ég horfði á Deadwood (seríu 1) og kalla það nú bara gott.  Þetta sýnir ágætlega hvað getur farið mikill tími í blessað netið, en það getur líka verið gaman inn á milli.  Er þetta ekki enn og aftur spurning um jafnvægi.

Ég gat ekki staðist freistinguna þegar ég sá þessa lilluðu tölvutösku... ég meina er annað hægt??  Vantaði mig tölvutösku? ....uuuu nei.. langaði mig í hana? já já já og nú býr hún heima hjá mér og fær mikla athygli, ég strýk henni reglulega og tala vel til hennar.  Svo er ég semsagt að fara að lita jakka svona grænann, skipta um tölur á honum og gera hann fínann fyrir sumarið.

Mesti tíminn undanfarið hefur samt farið í að undirbúa ferðina út til englands en ég fer í lok næstu viku og verð í 9 vikur.  Hvað á maður að hafa með sér fyrir svo langan tíma... það er það sem allt snýst um þessa dagana.  Passa að gleyma engu en taka alls ekki of mikið með.. uppástungur??  Hugmyndir??  Ég er alveg týpan sem myndi taka með nokkra kassa af íslensku vatni ef það væri ekki svona dýrt að flytja það svo þið sjáið hvað ég þarf að eiga við.

Sjáiði til ég er nefnilega ein af þessum sem hef aldrei skilið hvernig fólk fer að því að taka með sér eina litla tösku, en ég er alveg til í að læra þessa list.   ójá hún ég er sko alveg til í að læra þetta því ég get ómögulega burðast með of mikið.  En þar sem ég verð stödd úti í sveit í þetta sinn verð ég að vera með allt með mér sem ég þarf á að halda.

En að öðru: ég er búin að vera að hlusta á diskinn hennar Dísu og finnst hann mjög svo góður.  Annars eiga Múgsefjun alla mína ást og gleði þessa dagana..ooh þeir eru æði!! 

Áfram með smjörið og fjörið.. eigið góðan þjóðhátíðardag snúllur

Hrönnsa


Gleðifréttir

DSC01647Nú er gleði á bæ.... ég skal útskýra: í mars sótti ég um sjálfboðastarf í bretlandi í sumar en komst ekki að, sem var svosem allt í lagi, ég gerði bara önnur plön.  Svo núna á föstudaginn fékk ég tölvupóst þar sem ég var spurð hvort ég hefði enn áhuga að koma, einhver hafði dottið úr prógramminu og ég semsagt er á leiðinni út 28 júní!!  Jíha.  Ég gekk frá flugmiðanum í dag svo þetta er allt að gerast og ég kem heim í byrjun september.  Jiiiih hvað verður gaman hjá mér.   Ég ætla alveg að missa mig á bókasafni skólans og drekkja mér í fróðleik, sitja svo í sólinni og vatnslita, lesa, prjóna og njóta lífsins út í ystu æsar.

Núna er ég semsagt að græja allt á mettíma og það er ótrúlegt hvað allt er að smella hratt saman, það heyrist meira að segja svona ,,klikk klikk klikk´´ hljóð allt í kringum mig þessa dagana.

En um síðustu helgi fórum við Birna frænka og Calum í koló og það gekk bara ágætlega.  Maður verður nú þreyttur þarna en þetta er samt gaman.  Við förum aftur um næstu helgi og tökum þetta með trompi :)  Að sjálfsögðu enda fræknar frænkur á ferð.

Ég er á fullu núna að klára að prjóna sumar peysuna mína og sauma mér nokkur pils áður en ég fer... hlllllaakiið þið til með mér

knús á ykkur yndin mín

H


það er komið sumar

DSC01796Þá er júní kominn....yndislegt.  Oooh hvað ég hlakka til að sitja úti í garðinum mínum með prjónana mína eða bók og njóta lífsins.  Límónaði og sólgleraugu eru málið núna. Ég trúi því svo innilega að þetta verði gott sumar því nú er það formlega hafið á dagatalinu gott fólk.... allir út að grilla!!

Blómið hér til hliðar er úr garðinum mínum.  Það heitir Margaríta og er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Svo einfalt og fallegt.  Ég er ekki mikil rósakona í afskornum blómum en það er mjög falleg gul rós úti í garði, man ekki alveg hvað hún heitir í augnablikinu. 

Í vikunni eru svo 3 matreiðslunámskeið hjá Sollu sætu, það fyrsta í kvöld.  Ég lifi svo fyrir þetta og er alltaf svo dugleg í eldhúsinu á eftir.... spurning hvað gerist í eldhúsinu eftir 3 í röð.. fer örugglega allt á yfirsnúning.

Það er ansi margt planað fyrir júnímánuð.  3 lítil bútateppi sem þarf að klára, peysa sem þarf að prjóna og svo margt margt fleira.  Það væri nú ekki verra ef ég kláraði eitthvað af mósaiki líka, set það á listann.  Ég fann 2 mánaða gamlann lista í töskunni minni um daginn og af honum var allt klárað nema eitt sem ég kláraði núna um helgina....svo þetta tosast nú allt saman þótt sumt gerist hægt og annað enn hægar, þannig er það nú bara.

Svo er stóóooora verkefnið og það er vinnuherbergið.  Ég fer þangað inn á hverjum degi og tek eitthvað fyrir og laga og það er ekki svo langt í land skal ég segja ykkur, þetta er nefnilega allt að koma hjá mér.

Nóg í bili... ætla að undirbúa mig fyrir kvöldið

Hrönnsa

 


Bzzzzzzz

DSC01787Ég skal opna mig með svolítð: ég er mjög hrædd við flugur og þá meina ég mjög mjög mjög hrædd við flugur.  En bara geitunga og vespur.  Jú og smá við bíflugur.  Það er smá regla í gangi hjá mér og hún er sú að þegar ég er úti er ég í ,,þeirra heimi´´ og verð bara að taka því en inni hjá mér er ,,minn heimur´´ og hann skal vera flugnalaus og hana nú!  Hins vegar er vandamálið það að þegar þessar elskur koma inn til mín er ég allt of hrædd til að koma nálægt þeim til að koma þeim út. Þar sem ég hef jú búið ein síðan ég var 19 ára hef ég komið mér upp ágætis ,,flugna´´ kerfi og það er svona:

1.  Biðja viðkomandi flugu mjög mjög vingjarnlega að fara út.  Þetta virkar ekki oft en kemur samt fyrir að það gerir það. Aðal galdurinn er að vera nógu kurteis.

2. Hlaupa upp á næstu hæð fyrir ofan mig og tala við konuna þar og hún kemur hlaupandi niður með hárspreyið og bjargar mér.  Hún drepur líka ekki flugurnar heldur hleypir þeim aftur út í heiminn sinn.  Mjög mannúðlegt. (þær eru reyndar með pínu hársprey á sér en það er bara til að þyngja þær í smá stund svo þær séu nógu kjurar til að hægt sé að fanga þær).

Ef hún er ekki heima....jahh.. þá er ég í vondum málum.  Ég hef hringt í pabba en hann getur víst ekki komið úr vinnunni (skiljanlegt eftirá en ég sé ekki húmorinn í þessari bón minni í miðri geðshræringunni).  Fyrir nokkrum árum var ég stödd á einhverri garðyrkju sýningu með pabba og Hafdísi og þar var verið að selja svona flugna-bana apparat sem var þannig að maður gaf flugunum raflost þannig að þær drápust strax.  Partur af mér dauðlangaði í þetta en hinum partinum fannst þetta hræðilegt og mjög svo ómannleg aðferð.... eða ófluguvæn er sennilega réttara.  Ooohhh hvað ég hef oft óskað mér að eiga svona tæki.  En sko... ég vil ekkert drepa flugurnar.. bara koma þeim út. 

Hér er svo listi yfir uppáhaldsmyndirnar mínar (sem kemur flugum akkurat ekkert við):

+Amelie

+Lord of the rings (get ekki gert upp á milli þeirra)

+Little miss sunshine

+Clay pigeons

+The usual suspects

+Buffalo soldiers

+Chocolate

+What´s eating Gilbert Grape

+A perfect murder

+Titanic

+Apollo 13

Þetta eru allt myndir sem ég er búin að horfa endalaust á og kann orðið utan að en get samt alltaf horft á aftur.

Vonandi njótið þið helgarinnar í góða veðrinu

knús á ykkur

H


Fyrir þig Magnea mín

DSC01786Jahérna hér, bara farið að ýta á eftir manni með að skrifa...hehe, já það er ágætt að hafa smá aðhald.  Reyndar skrifaði ég færslu um daginn sem vistaðist ekki svo ég er ekki alveg búin að vera svona löt.

En garðurinn minn er búinn að eiga hug minn allann undanfarna daga.  Er búin að vera að reita arfa og setja niður stjúpur, fjólur og margarítur svo eitthvað sé nefnt.  Reyndar fæ ég alltaf smá samviskubit þegar ég ríf upp blessaðann arfann.  Eru ekki regnskógarnir í útrýmingarhættu... er þá nokkuð sniðugt að vera að týna upp og henda þessu græna? Ég meina þurfum við ekki á öllu þessu að halda eða hvað?  Ja maður spyr sig bara. 

Ég fór með mömmu í smá snatt í dag og þar sem við vorum staddar í kóparvoginum ákváðum við að taka smá krók og kíkja niður í Furugrund þar sem við bjuggum fyrir langa löngu.  Rosalega gaman að sjá hvað allt er orðið gróið og fallegt.  Reyndar leiðinlegt að sjá hvað lítið er eftir af fossvogsdalnum sjálfum.  Nú er búið að skipuleggja hann allann virðist vera, golfvöllur og útivistasvæði.  Þarna eltist ég við álfa í skurðum þegar ég var lítil og ræktaði líka grænmeti í skólagörðunum sem var mjög gaman.  Nema kartöflunum mínum var öllum stolið, það man ég.  Svo lét mamma mig ganga á milli allra íbúðanna í blokkinni okkar og gefa allt þetta kál því það skemmdist bara hjá okkur í þessu mikla magni.  Þetta var svona ,,trip down memory lane´´ svo ég sletti nú aðeins á útlensku.  Mjög gaman.

Svo er dúkkan mín hún Lína komin með tvö ný dress.  Já já hún er orðin voða pæja.  Þetta eru semsagt tveir kjólar ásamt húfum og skóm.  Ég er ekki hálfnuð með fataskápinn hennar.  Hana vantar peysu, buxur, undirföt og útiföt.  Já og bútateppi svo henni verði ekki kalt þegar hún sefur greyið litla. 

Ég las bókina ,,þegar ég dey´´ í vikunni.  Þetta átti að vera svona bók sem opnar augu manns fyrir lífinu (eða það stendur aftan á henni).  Ég hugsaði með mér að mér veitti ekki afþví, er búin að vera að lesa frekar þungar bækur undanfarið.  En nei nei, bókin var bara frekar leiðinleg og allir ótrúlega pirraðir eitthvað og neikvæðir, alltaf að rífast.  Hún var allavega ekki að gera sig fyrir mig en greinilega virkar fyrir suma sem er auðvitað hið besta mál.

Núna um helgina ætla ég að vinna meira í garðinum.  Ég þarf að færa eina plöntu (einhver klukka) og ef veðrið er gott ætla ég að setja mósaik á álfinn sem býr í garðinum.  Já og klára afmælisgjöfina hennar Magneu (sem átti afmæli í mars...hóst)

Blessi ykkur allir heilagir andar

pönnsla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband