smá pælingar

Það eru tvær setningar sem hafa glumið í hausnum mínum í dag á meðan ég er að pakka saman dótinu mínu. 

Sú fyrri er: ,,þér er ekki unnt að safna öllum þeim fögru skeljum sem þú sérð á ströndinni.  Þú getur aðeins safnað fáeinum, og þær eru fegurri vegna þess að þær eru fáar.´´

Hin er: ,,ef þú ert ekki ánægður með það sem þú hefur, hví skyldir þú vera sælli með meira?´´

Jú jú, mjög djúpt allt saman en samt ótrúlega mikið til í þessu, sérstaklega þegar maður er að fara í gegnum fullt af dóti og við hvern hlut spyr ég mig ,,þarf ég þetta´´ eða ,,vil ég þetta´´....

Gengur vel samt allt saman...

pönnslan


Hugleiðingar

Sit á gólfinu og hlusta á nýja diskinn hennar Emelíönu Torrini.  Átti góðan dag.

Mér var gefinn hellingur af dóti til að selja í kolaportinu.  Nágrannarnir mínir skilja ekkert í mér...bíddu.. ertu ekki að flytja út? Jú ég er að flytja út en bara núna í dag er ég að flytja dót inn.  hmnnn..

Núna er íbúðinni skipt niður í svæði.  Dót frá öðrum á leið í koló, dót frá mér á leið í koló, dót sem ég ætla að senda út til danmerkur og dót sem er að fara í geymslu.  Skipulagt kaos... algerlega.

Fékk í magann í morgun.  Held ég hafi ofgert mér á nýja skyr-drykknum.  Bara svo þægilegt þegar maður er að pakka.  Borða á hlaupum.

Fór í gegnum allt mósaik efnið mitt í gær og braut og braut og braut niður.  Afgangurinn fór í sorpu.  Er með einn kassa með postulíni sem ég er að nota.  Skrítið að láta þetta frá mér, var erfitt að koma mér þessu upp.  Það er ansi mikið efni sem fór.

Mikið er þetta yndislegur diskur....

knús


Góðir dagar

Mér líður ótrúlega vel þessa dagana.  Mikill léttir að hafa loks tekið ákvörðun og ég hlakka mikið til að komast til hennar Magneu minnar og finna mér nýjan farveg í lífinu.

Ég er á fullu að pakka.  Ég fór með mömmu 5 ferðir í gær a ná í kassa og það gengur ansi vel að fylla þá.

Í miðjum klíðum fékk ég snilldar mósaik hugmynd.  Þegar svoleiðis gerist er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar, taka fram töngina og hefjast handa.  Svo ég sat á gólfinu á milli kassanna og mósaikaði.  Ég kláraði í morgun og er rosalega ánægð með árangurinn.  Árangurinn er semsagt glerbikar sem ég hef átt ansi lengi og er loksins orðinn sætur og fínn.  Á bara eftir að fúga, geri það á morgun.

Ég er rosalega ánægð með KEA skyr.  Eruð þið búin að smakka nýja drykkjarskyrið þeirra sem er sætt með agave-sýrópi??  Mjög gott og frábært framtak fyrir þá sem vilja ekki sykur eða sætuefni í mjólkurvörurnar sínar.

Og svo er Á Næstu Grösum búið að opna í kringlunni.  Loksins er hægt að fá grænmetis mat í kringlunni sem er hið besta mál.

Góðir tímar framundan gott fólk

 


Ákvörðun

jæja, nú hefur ákvörðun loksins verið tekin.  Ég hef ákveðið að flytja til danmerkur.  Magnea og Óskar eru svo yndisleg að leyfa mér að búa hjá sér á meðan ég finn mér vinnu og kem mér fyrir.

Ég er að vinna í annarri blogsíðu þar sem þessi er alltaf eitthvað biluð og leiðinleg, læt vita þegar hún er komin í gagnið.

kveðja

Hrönnsan


Komin heim

Ykkar yndislegust er komin heim.  Ég er búin að vera að reyna að setja inn myndir í nokkra daga en það er bara ekki að ganga svo það verður bara að hafa það.

Sumarið var yndislegt, erfitt oft á tíðum en ég lærði helling og þroskaðist mikið.  Kynntist yndislegu fólki og lærði að meta lífið á nýjan hátt.

Ég þurfti svolítið þennann tíma fyrir sjálfa mig og þessvegna hef ég lítið skrifað hér sem og var í frekar litlu sambandi við fólkið mitt heima.  Vitiði stundum er það bara allt í lagi að fara inn í sinn heim og vera ekki alltaf í bandi.  Þannig var það bara.

Í dag er akkurat vika síðan ég kom heim og ég er eiginlega búin að vera pirruð síðan ég steig á íslenska jörðu á ný.  Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara þessa dagana.  Eina sem ég veit er að ég er búin með minn tíma í bili hér á íslandi og kominn tími til að halda út í heim á nýjan leik.  Hvert það verður er svo aftur stóra spurningin.

Knús

H


Halló heimur, ég er komin aftur!

DSC01858Ég var á námskeiði alla síðustu viku í grasa-og steiner lækningum og var algerlega orkulaus í lok dags.  Þetta var samt rosalega skemmtilegt og ég lærði rosalega mikið.  Öll kvöld voru svo upptekin með einhverskonar uppákomum og svo tók vinnan við strax á eftir.  Ég biðst því innilega afsökunar að hafa ekkert verið í sambandi, hvorki hér á blogginu mínu né með tölvupóstum.

En allavega, það er ekki amarlegt að sitja undir svona yndislegum rósum og drekka teið sitt í sólinni eins og ég geri daglega.

Í fyrradag var ég að þrífa sturtubotn þegar járnstöngin sem hélt sturtuhenginu uppi datt ofan á hausinn á mér.  Ég varð ansi vönkuð og rugluð en er algerlega búin að ná mér með hjálp góðra hómópatalyfja og góðs fólks í kringum mig.   Svo nokkrum dögum fyrr flaug fugl Á gluggann hjá mér.  Ég var nývöknuð og enn í rúminu og það var eins og fótbolti hafði lent á rúðuni.  Fuglinn lifði þetta af, ég allavega fann hann ekki undir glugganum, ótrúlegt samt því það er far eftir hann á rúðunni... greyið.

Það er rosalega mikið að gera þessa viku hérna og mikið af börnum sem er mjög gaman.  'i dag byrjaði ég í 3ja daga fríi sem ég ætla sko að njóta því ég er orðin ansi þreytt.  Á þriðja frídegi er mér samt oftast farið að leiðast því það er lang skemmtilegast að vera á fullu með öllum hinum.

Í dag fór ég í stórmarkað og þar voru fleiri fleiri hillur með glútenlausum vörum...þvílíkur munur!!  Reyndar er 99% frekar óhollt, fullt af sykri og allt það, en það er allavega úrval sem mér finnst skipta miklu máli. Það litla sem til er heima á Íslandi er oftast verra á bragðið en umbúðirnar sem vörurnar koma í en hér er það ekki svo, allavega ekki það sem ég hef prófað.  Ég fæ alveg ekta keks og alles, voða lúxus í gangi hjá mér svona stundum allavega.  Annars er ég á einhverju jarðarberja flippi þessa dagana  enda er jarðarberja tíminn núna og þau lífrænu eru bara himnesk ég get ekki annað sagt.  Hef borðað ansi marga pakka undanfarna viku...hummm humm förum ekkert nánar út í það. 

jæja, nóg í bili, ég lofa að láta ekki líða svona langt þangað til ég skrifa næst

kveðja

Hrönnsa


sko mig

DSC01846já já haldidi ad mín sé ekki búin að nettengja tölvuna sína...tölvuséiníinn ég :)

Ég er á námskeidi alla þessa viku í grasalækningum og er einmitt á leid á fyrirlestur eftir nákvæmlega 5 mínútur en langadi bara adeins ad kíkka inn og segja hæ og góðann daginn....

Allt gengur mjög vel áfram og veðrið leikur við mig. Ég er aðeins búin að stækka sjóndeildarhringinn og fara í þarnæsta bæ sem er aðeins stærri og það var um klukkutíma gangur í yndislegur veðri.

Ég geng með útréttar hendur og höfuð mót sólu með bros á vör og nýt lífssins.

Partur af námskeiðinu er að vakna klukkan 4 í nótt og labba í klukkutíma í þögn og finna þá plöntu sem talar til þín.  Við erum búin að fara í gegnum plöntuhugleiðslu sem var alveg magnað og svo lék kennarinn fyrir okkur byrjun lífsins (þ.e legháls, egg, sáðfrumur og allt það) og það var með því fyndnara sem ég hef upplifað.

jæja, ég er orðin of sein.....set inn myndirnar á morgun

Hrönnsa


'A f'aki fr'aum

Th'a er 'eg aftur ad fara ad vinna 'i dag eftir 3ja daga fr'i.  'Eg verd n'u ad segja ad 'eg er h'alffegin ad komast aftur 'i vinnuna thv'i thad rigndi mest allt fr'iid mitt.  N'una er hins vegar s'olin komin 'a loft og 'eg er sael og glod med thad.  Pl'us thad ad n'una 'a 'eg yndislegan regnjakka.

Alltaf thegar eitthvad er 'i gangi 'a kvoldin thar sem vid sitjum og hlustum tek 'eg prjonana med.  'Eg get nefnilega prj'onad 'an thess ad horfa 'a prj'onlesid og get thv'i alveg fylgst med.  Allavega, 'i gearkvoldi kom einn stj'ornandinn til m'in og sagdi ad margir vaeru b'unir ad koma til s'in til ad athuga hvort 'eg gaeti kennt prj'on.   'Eg er semsagt ad fara ad halda prj'onan'amskeid...halel'uja.. nei nei..thad verdur bara gaman.

'I gaer  thurfti 'eg ad fara 'a p'osth'usid og 'akvad ad fara 'a hj'olf'aknum m'inum.   'Eg  theysti nidur  thv'il'iku brekkurnar og hugsadi um hvad l'ifid vaeri yndislegt  og fr'abaert ad skolinn skyldi l'ana okkur hj'olin s'in.   Ekki amarlegt ad  theysast um sveitirnar 'a bl'aum f'aki  naestum frj'als eins og fuglinn.   Th'a gerdist thad ad   ad f'akurinn minn datt  'ur g'ir og 'eg hafdi  ekki um annad ad velja  en  ad labba  alla leidina til baka aftur leidandi hj'olid.  Thad er semsagt n'una 'i vidgerd.

Jaeja, 'eg hef thetta ekki lengra ad sinni thv'i vinnan kallar

kvedja og kn'us  d'ullur

Hronnsan 


Brighton og bl'ida

Thegar 'eg vaknadi 'i gaermorgun var 'eg viss um ad thad yrdi rigning, vid h'eldum oll ad thad yrdi rigning.  En viti menn s'olin l'et sj'a sig sem var j'u mun betra og skemmtilegra thegar madur aetlar ad gera s'er g'odan dag og ganga mikid.  Thad var n'u svol'itid skr'itid ad koma thangad aftur eftir allan thennan t'ima.  'Eg var reyndar med svol'itid m'igreni og kaus thv'i ad rolta um ein frekar en 'i h'op.  Efast l'ika ad 'eg finni nokkurn sem nennir ad vera eins lengi og 'eg inni 'i heilsub'udum og b'okab'udum (ahem).  'I Brighton er semsagt yndisleg heilsub'ud thar sem froken Hronn gat loksins keypt s'er purple corn, macaduft og lucumaduft.  Svo voru their med rosalega g'oda gl'utenlausa pizzu sem 'eg keypti eina sneid af...haldidi ad thad s'e munur??  Alger snilld.  B'okab'udir...tja..'eg f'or inn 'i nokkrar og j'a 'eg keypti l'ika nokkrar..ekkert alvarlegt samt.  'Eg f'or inn 'i yndislega litla b'ud sem var eingongu med steinum og steingerfingum (adallega steingerfingum) og thar t'ok 'eg upp stein sem v'ibradi orku 'i hendinni minni...'otr'ulegt alveg ('eg keypti hann samt ekki en magnadur steinn var hann, einhver kristall).  'Eg er komin med aedi fyrir steinum, t'ok slatta af strondinni 'i Brighton, baedi fyrir mig og til ad senda Veigari Tjorva. 

'I morgun vaknadi 'eg klukkan 6 og t'ok til morgunmat handa lidinu alveg ein...'eg er svo hrikalega dugleg sj'aidi til...hehe.  H'er eru bl'om 'ut um allt inni, 'i ollum gluggakistum og bordum.  Mitt verkefni eftir morgunmatinn var ad fara um sk'olal'odina og klippa thau bl'om svo dundadi 'eg m'er 'i 3 t'ima vid ad setja saman skreytingar 'i vasa og plantadi thessu 'ut um allan sk'ola.  Thid getid r'ett 'imyndad ykkur hvad 'eg naut m'in vel 'i dag!!  Yndislegt alveg.  

N'una eru allir komnir sem aetla ad vera 'a n'amskeidum h'er 'i naestu viku og f'olk gjorsamlega 'ut um allt.  Thad komu 90 krakkar 'ur Waldorfsk'olum allstadar fr'a bretlandi, thau eru 18 'ara og voru ad kl'ara waldorf n'amid sitt og verda h'er 'i viku.  Svo er hellingur af tr'udum h'erna l'ika vegna n'amskeidis og 10 baendur, thad er semsagt mikid fjor og meira en nog ad gera fyrir alla.

Midiad vid ad thetta er st'or skoli myndi madur aetla ad ruslid vaeri ansi mikid ekki satt??  Sk'olinn er med 3 m'alt'idir 'a dag pl'us kaffi og te tvisvar 'a dag og svo eru audvitad vid sj'alfbodalidarnir, kennarar, stj'ornendur og adrir sem h'er eru.  En nei, h'er eru tvaer ruslatunnur og thad er alveg meira en n'og vegna thess ad thad er allt flokkad og farid med 'i endurvinnslu og allur matur og sl'ikt 'i moltugerd, alger snilld.

Jaeja, 'eg er ordin ansi threytt eftir daginn og tharf ad vakna snemma 'a morgun, 'eg hlakka mikid til midvikudagsins en th'a byrja 'eg 'i 3ja daga fr'ii.  Th'a aetla 'eg ad hj'ola yfir 'i naesta bae og taka thv'i svol'itid r'olega.

kvedja

Hronnsan


sm'a fr'ettir

'I dag er t'yp'iskt enskt vedur, rigning og rok og 'eg 'a leid til Brighton.  'Eg hef ekki komid thangad 'i 11 'ar og er thv'i ad vonum ordin spennt.   Vedrid hefdi reyndar m'att vera skemmtilegra, 'eg segi thad ekki, en 'eg tek thad sem gefst.  Sk'olinn er ad bj'oda okkur og allir ad fara (road trip...v'uuuuh'uuu) og 'eg hef 'a tilfinningunni ad dagurinn eigi eftir ad verda skemmtilegur enda b'uid ad smyrja nesti ofan 'i lidid.

Thad er bondabaer  h'er r'ett hj'a og 'i gaer helt hann hlodudansleik (barn dance) en thad er v'ist 3var 'a 'ari.  Thad var grillad og svo inni 'i hlodu var hlj'omsveit (fidlur og svona sveit'o stemming) og madur sem fyrst kenndi hvern dans fyrir sig og stj'ornadi svo donsunum.  M'er var bodid upp 'i dans eins og sannri domu saemir, en dansinn var longu byrjadur og vid hoppudum bara um og skemmdum fyrir hinum.  Held ad engum hafi fundist thad fyndid nema okkur samt :)

Svo er 'eg  b'uin ad f'a l'anad hj'ol hj'a sk'olanum og get n'una farid 'i lengri konnunarleidangra.  'Eg er alltaf 'i fr'ii midviku, fimmtu og fostudaga og aetla 'eg ad fara yfir 'i naesta thorp og skoda mig um thar.  Thorpid sem er her er pinu litid og rosalega kruttlegt.  Vid forum nokkur thangad 'i gaer eftir dansinn og fengum okkur 'is (afhverju enda 'eg alltaf 'i 'ish'p?  j'a thad er spurning)..

Thad er yndislegur str'akur  h'er sem aetlar ad hj'alpa m'er ad koma tolvunni minni 'i netsamband ('eg er svo mikill klaufi  vid thetta) svo vonandi koma myndir br'adum og almennileg 'islenska!.  'Eg hef l'ika ekkiverid  n'ogudugleg ad taka myndir   (alltof  biss'i)

 

jaeja, vid erum ad leggja af stad.... 

knus 'a ykkur kruttin m'in

Hronnsa ponnsa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband