jólahugur

DSC02364Mig er farið að hlakka til jólanna.  Ég held að loksins fáum við alvöru jól, heimatilbúnar jólagjafir og jólaanda sem ekki inniheldur brjálað kaupmennskubrjálæði.

Fólk talar um að gefa minni gjafir í ár, ódýrari.  Meira er um að fólk er að búa til gjafir og þetta finnst mér svo frábært.  Svona á þetta að vera.  Öll jól. 

Ég er farin að búa til jólagjafirnar.  Hef reyndar alltaf gert það en er óvenju snemma byrjuð í ár.  Oftast fæ ég loksins hugmyndir um miðjan desember og er svo á fullu að reyna að klára fyrir daginn stóra.  Ekki nú í ár. Nú í ár er það bara skipulag og ekkert annað sem dugir og hananú :)

Ég verð hjá henni Magneu minni í Danmörku um jólin.  Við höfum aldrei áður haldið jólin sjálfar og mig hlakkar ógurlega til.  Búa til mínar jólahefðir og gaman verður að sjá hvernig við púslum þessu saman því öll höfum við okkar siði og svo eitthvað sem við viljum líka breyta og gera  nýtt.  Þetta verður mjög forvitnilegt en skemmtilegt.

Annars er allt gott að frétta og nóg að gera, sem er alltaf gott.  Ég horfði á Súperman um daginn, muniði eftir henni??  Hún reyndist vera mun betri en ég minnti, hefur elst nokkuð vel að mínu mati og ætla ég því að horfa á númer tvö og sjá hvað verður um blessaðann kallinn.

Verið góð hvort við annað dúllurnar mínar

H


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað á það að þíða að nú er bara mest í heimi að gerast hjá þér og maður fær bara engar fréttir af þér!!!!

Koma svo systir góð bretta upp ermar og láta verkin tala :)

Magnea sis (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband