11.3.2009 | 21:23
Endurfundir á Njáluslóðum
Svona lítur saumaborðið mitt út þessa dagana.. frekar hræðileg mynd en þetta er samt mjög lítið drasl miðað við venjulega.
Ég settist við vélina aftur í dag og fór að sauma. Búin að fá meira en nóg af því að liggja lasin í rúminu.. úff hvað var gott að stíga upp aftur. Ég hélt að peran í vélinni væri sprungin því það slokknaði á henni um daginn en svo rak ég mig eitthvað harkalega í vélina áðan og...voila.. það kom ljós. Svo nú beiti ég rússnesku aðferðinni þegar ljósið fer og dangla aðeins í hana. Einhver sagði mér allavega einhverntíman að svona gerðu rússarnir við hjá sér. Pant ekki fara í geimferð með þeim.
Máni kjáni á afmæli í dag, orðinn 19 ára gamall. Þegar ég var 19 ára flutti ég að heiman og gerðist húsvörður, fannst ég hrikalega fullorðin eitthvað. Þetta gerði ég á meðan ég var að klára menntaskólann. Annars mátti Máni ekkert vera að þessu afmælisveseni í dag þar sem hann lá og las Njálu í allan dag og blótaði henni mikið þrátt fyrir að ég hafi hælt henni þvílíkt. Ég kom með þá brilljant uppástungu afhverju hann a) læsi ekki bara teiknimynda-sögu útgáfuna b) hlustaði á hana á hljóðbók eða c) fyndi bókina á einhverju nútíma máli. Við semsagt enduðum niðrá bókasafni og fundum teiknimyndasögurnar og hljóðbók. Svo fórum við í fornbókadeildina og spurðum konuna þar hvort Njála væri ekki til á nútíma máli. Hún sýndi okkur milljón útgáfur af bókinni og meira að segja útgáfuna sem hún var látin lesa sem krakki, já já við erum með þetta allt á hreinu núna. En svipurinn var ekki fagur þegar hún fattaði að við værum eiginlega að þessu til að stytta okkur leið (Máni fer í próf úr bókinni á morgun). Þegar hún sá Mána halda á hljóðbókinni sagði hún ,,ekki spóla yfir nafnalistana í byrjuninni þeir skipta miklu máli´´ og svo labbaði hún í burtu. En við vorum voða sæl með þetta, aðallega Máni því ekki nenni ég að lesa Njálu aftur.
Svo fór ég í Fríðu frænku og keypti mér efni í sumarkjól. Vorhugurinn greinilega að nálgast. Eða að ég er búin að vera inni of lengi og búin að gleyma hvað það er í raun enn kallt úti. hmm kemur í ljós.
Nóg í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.